Ég

Bólgukelling

Skelltum okkur austur í bústaðinn hans pabba um helgina. Hrafnhildur María var með hita þegar við lögðum af stað en ágætlega hress þannig að við gengum út frá því að hún gæti allt eins kúrt undir sæng þar eins og hér. Ætluðum hvort eð er ekkert mikið út enda brjálað veður þegar við lögðum af stað á föstudaginn.

Áttum rosa notalega helgi og spiluðum fullt. Trivial, Uno, Kotru og Matador. Borðuðum góðan mat og nutum þess að vera saman án tölvanna, sjónvarpsins (o.k gægðumst smá á Eurovision forkeppnina) og allra vinanna. Það er nefnilega oft erfitt að ná að vera öll saman um helgar enda oftast nóg að gera í félagslífinu hjá ormunum á bænum.

Hrafnhildur María var með hita alla helgina og hóstaði mikið á nóttunni en var samt ansi hress á daginn. Þorði samt ekki annað en að láta kíkja á hana áðan þar sem hún var farin að kvarta undan verk inni í eyranu. Fór með hana á læknavaktina og þá kom í ljós að hún er bæði með lungnabólgu og eyrnabólgu. Náði nú að fela það ansi vel, kellingin. Spurði í bílnum á leiðinni heim hvað væri að sér? Ég sagði henni að hún væri bæði með lungnabólgu og eyrnabólgu. Svaraði sú stutta þá um hæl: "Ég er með tvær bólgur. Bara algjör bólgukelling!".

Er sem betur fer komin á lyf og er ekkert smá dugleg. Veit ekki hvernig hún fer að því að drekka þessi fúkkalyf sem eru leyst upp í vatni. Ég kúgast bara af því að hræra þetta út í vatnið. Ógeðsleg lykt!

Vona að þessum veikindum fari að linna. Hef aldrei vitað annað eins á þessu heimili!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

fúkkalyf obara

Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband