Ég

Icelandair-þjónusta???

Í síðasta mánuði var mér fengið það hlutverk að kaupa flugmiða fyrir nokkra fjölskyldumeðlimi (ásamt mér sjálfri) sem eru á leiðinni til Glasgow í mars.

Helst vildi ég kaupa miða með Iceland Express til London og svo með Easy Jet áfram en þar sem að ferðafélagarnir eru á áttræðis aldri var ákveðið að fara "auðveldu" leiðina og fljúga með Icelandair beint frá Keflavík til Glasgow. Ég sá þó fljótt eftir þeirri ákvörðun.

Fór á netið og sá þar að netfargjöldin til Glasgow voru 39.500 kr. fyrir utan skatta. Í heild ca. 46 þús. kr. á mann. Fannst þetta heldur dýrt, ekki síst í ljósi þess að þetta er 2 tíma flug og hægt að fá flug til t.d Bandaríkjanna á sama verði. En þar sem engir aðrir bjóða beint flug til Glasgow sá ég engan annan kost í stöðunni en að kaupa þessa miða.

Þess má geta að almenna reglan varðandi netfargjöld (hef margsinnis fengið þetta staðfest af starfsfólki Icelandair) er sú að ódýrustu miðarnir eru seldir fyrst og svo hækkar verðið eftir því sem nær dregur ferðadagsetningunni og sætum í vélinni fækkar.

Mér brá því heldur betur í brún 2 dögum seinna þegar mér var bent á að miðar með sömu vél til Glasgow væru nú komnir niður í 21.500 kr. (úr 39.500)!!!

Í dag eru sæti með sömu vél svo til sölu á 18.300 kr.!

Ég krafðist útskýringa á þessu frá Icelandair og fékk þau svör að ég hafi fengið ódýrustu sætin sem voru laus á þessum tíma. Það hljóti einhverjir að hafa hætt við í millitíðinni. Það væri ekki hægt að endurgreiða mér miðana.

Ég var ekki tilbúin að una þessu svari og hef ítrekað beðið um símanúmer eða netfang hjá yfirmanni sem ég geti snúið mér til. Þessari beiðni minni hefur ekki verið svarað. Ég hef fengið senda sömu skýringuna og ég fékk í byrjun, stöðluð svör með loforði um persónulegu svari á næstu dögum og linka yfir á kvörtunar eyðublað á netinu. Þetta hef ég allt saman nýtt mér.

Nú er mér spurn: Af hverju er ekki hægt að skila ónotaðri vöru sem ég á kvittunina fyrir tveimur dögum eftir kaup hennar? Ef ég kaupi mér peysu get ég almennt skilað henni innan einhverra daga svo framarlega sem hún er ónotuð og ég með kvittun. Sum fyrirtæki neita að endurgreiða vöruna en gefa þá út inneignarnótur í staðinn.

Það vakti einnig athygli mína í þessu öllu að stöðluðu svörin sem fengust voru almennt mun betri á ensku en íslensku. T.d:

Þakka þér fyrir að hafa samband við Þjónustueftirlit Icelandair
Efnisatriðum verður svarað á næstu dögum

Kær kveðja
Þjónustueftirlit Icelandair


Thank you for contacting Icelandair Customer Relations.
Your message is very important to us, and we will respond as quickly as
possible to your inquiry.

Kind Regards
Icelandair Customer Relations

 

Er þetta ekki bara dæmigert fyrir "þjónustu" Icelandair við Íslendinga???


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Takk fyrir innlitið ég var að spá hvað maðurinn þinn er líkur strandverðinum og sá við þér .  Með ólíkindum hvernig verðlag er og þær útskýringar sem eru.  Með ólíkindum hvernig þeir voga sér þetta.  Selja sennilega dýrustu fyrst til að tryggja rekstur vélarinnar og rest á útsölu !!!  Gangi þér vel í baráttunni með að fá eitthvað út úr þessu.  

www.zordis.com, 8.2.2007 kl. 14:44

2 identicon

Ég fékk eitthvað svipað þegar ég var að reyna að kaupa miðann minn til USA. Ég ætlaði að nota ferðapunkta. Konan í þjónustuverinu sagði mér hvernig ég átti að fara að því á netinu. En á netinu sagði að ég gæti ekki notað mína ferðapunkta af því að ég er ekki með VISA. (var með Olís punkta). Mikkó hringir í IA og konan sem var einhver yfir þarna sagði að jú jú það væri alveg hægt. Þá hringdi ég í hana og hún fór á vefsíðuna og þurfti að viðurkenna að hvorki hún né nokkur annar í ÞJÓNUSTUVERINU hefði hugmynd hvað þær voru að tala um. Svona gékk þetta í TVO dag áður en  Mikkó hringdi öskuillur og ég fékk ferðina á tilboðsverði sem var útrunnið og ódýrara í sárabætur af því það vissi engin í sinn haus þarna.

Alls ekki hætta fyrr en þú færð það sem þú vilt. Þeir gefast upp á endanum.

Hafdís (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Ég er einmitt alltaf svo ánægður með prísana þegar ég kaupi á netinu...   

Guðlaugur Kristmundsson, 10.2.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband