Ég

Að skorast undan ábyrgð

Rósa Guðbjartsdóttir, sjálfstæðiskona í Hafnarfirði, skrifaði frábæra grein í Fréttablaðið í morgun. Í henni fjallar hún um hvernig Samfylkingin í Hafnarfirði skorast undan ábyrgð með því að virkja íbúa bæjarins í kosningu um stækkum álversins.

Mikið er ég sammála henni og hef margrætt þetta við þá sem hafa spurt mig um afstöðu mína upp á síðkastið. Svar mitt hefur undantekningarlaust verið það að ég sé alfarið á móti því að vera látin kjósa um þetta.

Þegar stjórn er kosin (ég reyndar kaus ekki þessa) er það almennt mikil traustsyfirlýsing. Þ.e.a.s "almúginn" gefur þeim atkvæði sem hann treystir best til að taka þýðingarmiklar ákvarðanir.

Mér finnst "íbúalýðræði" eins og það sem Samfylkingin í Hafnarfirði stefnir að hættuleg þróun. Hvar ætla þeir að draga mörkin? Hvað teljast svo stórar ákvarðanir að íbúar eigi að setja mark sitt á með beinum hætti?

Er "almúganum" treystandi til þess að taka yfirvegaðar og rökstuddar ákvarðanir um málefni sem hann hefur almennt ekkert vit á? Reglulega heyrir maður t.d fólk segjast ætla að kjósa gegn álverinu vegna reykjarmökksins sem liggi stundum yfir Reykjanesbrautinni við álverið. Fæstir vita að stærsta mengunarskýjið kemur frá malbikunarstöðinni sem er hinum megin við Reykjanesbrautina, til móts við álverið. Aðrir benda á að fasteignaverð á Völlunum sé lægra en annars staðar og það sé allt vegna mögulegrar stækkunar. Málið er að fasteignaverð á Völlunum virðast hafa verið lægra en í öðrum nýbyggðum hverfum frá því að uppbygging þar hófst. En þess má geta að þá var lítil sem engin umræða um stækkun álvers komin af stað.

Mér finnst það heigulsháttur hjá Samfylkingarfólki í Hafnarfirði að geta ekki staðið við þá ákvörðun sem það í raun tók þegar það seldi Alcan lóð undir stækkun. Svei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir hvert orð með þér. Samfylkingin er skræfa.

Glanni (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband