Ég

Tónleikar sem engin má missa af!

TÍBRÁ: SUĐRĆNIR TÓNAR OG KABARETTSTEMNING

SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR OG GUĐRÍĐUR ST. SIGURĐARDÓTTIR

Ţriđjudagskvöldiđ 17. apríl kl. 20 halda Sesselja Kristjánsdóttir, mezzósópran og Guđríđur St. Sigurđardóttir píanóleikari tónleika í TÍBRÁ, tónleikaröđ Kópavogs í Salnum. Á efnisskrá tónleikanna eru spćnsk og frönsk sönglög eftir de Falla og Bizet auk kabarettsöngva eftir Kurt Weill, Bolcom, Hollaender og Spoliansky. Suđrćnir tónar einkenna fyrrihluta tónleikanna í sönglögum sem eru í senn tilfinningaţrungin, létt og melankólísk. Seinni hluti efnisskrárinnar inniheldur söngva ţar sem skemmtanagildi skoplegra texta og tónlistar ráđa ríkjum, ţó vissulega sé oft stutt í kaldhćđni og svartan húmor.

Sesselja hélt debut tónleika sína í TÍBRÁ í Salnum í apríl 2002 en síđan ţá hafa fjölmargir kynnst henni í hlutverkum í Íslensku óperunni og annarsstađar. Ţćr Sesselja og Guđríđur hafa unniđ saman um nokkurt skeiđ en koma nú í fyrsta skipti saman fram á TÍBRÁR tónleikum.

Eins og fram hefur komiđ er ţetta í annađ sinn sem Sesselja heldur einsöngstónleika í TÍBRÁ, en um fyrri tónleikana, sem fluttir voru 24. apríl 2002 ritar Bergţóra Jónsdóttir í mjög

lofsamlegri umfjöllun í Morgunblađinu:

„Söngur Sesselju á tónleikunum í Salnum gefur sannarlega fyrirheit um ađ hér sé á ferđinni efni í afbragđsgóđa söngkonu. Ţađ sem fyrst vekur eftirtekt er einstaklega falleg rödd söngkonunnar; flauelsmjúkur raddblćr og mikiđ músíkalitet”.

Bergţóra lýkur síđan umfjöllun sinni um tónleikana á ţessum orđum:

„Sesselja söng aukalag, án undirleiks... Flutningur Sesselju á ţessu yndislega lagi var hreint út sagt stórkostlegur og gleymist sjálfsagt seint. Međ slíka hćfileika á ţessi unga söngkona fullt erindi á íslenskt óperusviđ, en ekki síđur á tónleikasviđ, ţar sem hún gćti vafalítiđ haslađ sér völl sem afbragđs ljóđasöngkona.

Miđaverđ 2000/1600 kr.

Sími í miđasölu er 5 700 400. NETSALA www.salurinn.is

Miđasala Salarins er opin virka daga kl. 10.00 - 16.00 og klst. fyrir tónleika.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband