Ég

USA

Jæja, heldur betur komin tími á nýja færslu. Hef svo sem ekkert betra við tímann að gera á meðan ég ligg í sófanum með streptakokka. Óþolandi.

Bandaríkjaferðin okkar eru öll að smella saman enda ekki nema rúmlega 2 vikur þangað til við förum. Búin að panta hótel fyrir fyrstu 4 næturnar í New York, líka búin að fá hótel í 2 nætur í Washington, vantar ennþá hótel fyrir 2 nætur á leiðinni frá Washington til Orlandó en er búin að panta hús í 2 vikur í Orlando. Búið að panta bílaleigubílinn, sem var nú ekki auðvelt að fá (one-way) og meira að segja miðarnir í Disney eru komnir heim í hús. Gaman, gaman :o)

Ef einhver man eftir skemmtilegum stöðum til að stoppa á á leiðinni frá Washington til Flórída þá má viðkomandi endilega láta mig vita.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband