12.5.2007 | 17:46
Til hamingju með daginn!
Til hamingju með daginn kæru Íslendingar!
Mér þykja kosningadagar alltaf (o.k. svo til alltaf) miklir hátíðardagar. Það eru svo sannarlega ekki allir i heiminum sem fá og hafa möguleika á að kjósa og því vona ég að allir Íslendingar nýti sér þann rétt sem þeir hafa. Og því finnst mér maður í raun ekki bara hafa þennan rétt heldur líka vissa skyldu til að kjósa.
Ég ætla að þakka fyrir góðærið með því að kjósa það áfram. Vona að þið hin kjósið eftir bestu sannfæringu.
Kosningakveðja
Inga Rós
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.