Ég

Auðvitað eru laun fólks einkamál

Það hefur löngum þótt dónaskapur að spyrja fólk, og hvað þá ókunnuga, út í laun þeirra. Fæstir myndu láta sér detta til hugar að ganga upp að ókunnugri manneskju í Kringlunni og spyrja hana út í laun og aðrar tekjur. Hvað hún greiði mikið í tekjuskatt, fjármagnstekjuskatt o.s.f.v.?

Mér finnst þetta stórmerkilegt mál, að hægt sé að fletta upp greiddu útsvari allra vina, nágranna, fjölskyldumeðlima og ókunnugra. Ég vil ekki segja að hægt sé að fletta upp launum og tekjum viðkomandi því að það er nú oft flóknara en svo að hægt sé að reikna þau út nákvæmlega af útsvarinu einu saman.

mbl.is var með 7 fréttir í gangi á sama tíma á forsíðu sinni um skattagreiðslur þjóðþekktra einstaklinga. Af hverju? Hvaða máli skiptir það mig hvað Hannes Smárason greiðir í skatt á ári? Mér þótti kannski merkilegast að sjá að í 4. sæti yfir Reykjavíkurumdæmi er maður sem seldi fyrirtæki sem ég hef aldrei heyrt um áður. Fjármagnstekjurskatturinn af sölunni nemur rúmlega 100 milljónum. Það þýðir að þetta fyrirtæki sem ég hef aldrei heyrt um áður var selt á ca. milljarð til fyrirtækis sem ég hef heldur aldrei heyrt um áður. Örugglega til fullt af stórum fyrirtækjum sem maður hefur s.s aldrei heyrt um áður. Frábært!


mbl.is Er álagning einkamál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það er spurning hvað sé einkamál og hvað séu sameiginlegar upplýsingar.

Ef spurt væri í búð í BNA hvað nafnnúmer manns sé, þá brygðist viðkomandi ókvæða við eða myndi einfaldlega hlægja.

Mismunandi þjóðir, mismunandi venjur og ástæður.

Ef almenningur er að greiða skatta, þá er ekkert endilega prívatmál hvað hver einstaklingur greiðir í pottinn. Þetta eru opinberar upplýsingar. Opin fjármál hins opinbera er eitthvað sem ég held sé alger undirstaða góðs lýðræðis. Um leið og falið er að fela hluti eru menn farnir að svindla. Þetta er manneðlið.

Laun geta vel verið einkamál, en hvaða upphæðir hver greiðir í skatt er ekki endilega einkamál, er reyndar hluti af opinberu og sameiginlegu kerfi. Mér þykir vanta að opna kerfið meira frekar en reyna að loka upplýsingum um opinber fjármál.

Ólafur Þórðarson, 31.7.2007 kl. 13:59

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hvað er svona dónalegt við það? ég er stundum spurður að því hvað ég sé með í laun, þau eru léleg og ég móðgast ekkert þótt ég sé spurður um þau nema síður sé, fæ þá tækifæri til að þusa aðeins um hvað þau eru léleg. En vissulega spyr ég ekki ókunnugt fólk um laun þess nema ég sé þá eitthvað að spá í að fá mér svipaða vinnu og viðkomandi og er að tala við viðkomandi í sambandi við það. Hef ekki ennþá rekist á þá manneskju sem hefur firrst við að vera spurð um launamál sín af mér.

Mér finnst það hið besta mál að þetta sé gegnsætt og skil ekki að nokkur hafi á móti því...nema fólk hafi eitthvað að fela náttúrulega.

Georg P Sveinbjörnsson, 31.7.2007 kl. 14:01

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hvað með alla þá sem ÞÚ greiðir laun beint eða óbeint.
Starfsmenn ríkis og sveitarfélaga, verkalýðsforysta, lífeyrissjóðsstarfsmenn, mannúðarsamtök og "frjáls" félagasamtök.
Á launagreiðandi ekki að fá að vita hvað hann er að greiða í laun?

Grímur Kjartansson, 31.7.2007 kl. 14:39

4 Smámynd: Inga Rós Antoníusdóttir

Georg: Ég hef ekkert að fela en kæri mig hins vegar heldur ekki um að aðrir séu að velta skattamálum mínum fyrir sér. Það er margt sem ég kæri mig ekki um að ókunnugir viti um mig, án þess að það þýði að ég sé með óhreint mjöl í pokahorninu.

Grímur: Nú veit ég ekki betur en að auðvelt sé að nálgast launataxta ríkisstarfsmanna. Það finnst mér mun eðlilegri aðferð til þess að fylgjast með launum en með því að skoða álagninu á einstaklinga.

Inga Rós Antoníusdóttir, 31.7.2007 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband