4.9.2007 | 10:10
Ertu fordómafull/ur?
Fréttablaðið spyr á Vísi í dag: "Hefur þú fordóma gagnvart útlendingum?"
Í fyrstu hugsaði ég með mér að þetta væri nú aldeilis fáránlega uppsett spurning þar sem engin myndi játa fordóma sína en sá svo að 46,6% svöruðu játandi.
Nú hvet ég þá sem svöruðu játandi, og vita þar með að þeir eru fordómafullir, að endurskoða afstöðu sína. Fordómar eru eitt og skoðun er annað og það er um að gera að losna við þessa leiðinda fordóma sem gerum engum gott. Hvorki þeim sem eru haldnir þeim né þeim sem verða fyrir þeim.
Athugasemdir
Já það kemur mér nú á óvart hvað þetta er hátt hlutfall. En eins og þú segir þá er sterkum skoðunum oft mixað saman við fordóma og ég er innilega sammála þér að fordómana er best að uppræta áður en þeir verða að illindum.
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 4.9.2007 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.