Ég

Mér finnst þetta ólíðandi

Mér finnst óþolandi þegar fólk kann ekki að beygja nöfn rétt og mér finnst með öllu ólíðandi þegar fólk kann ekki einu sinni að beygja eigin nöfn eða nöfn barnanna sinna rétt. Svo er ennþá verra að til er fólk sem einfaldlega ekki vill beygja nöfn rétt. Það hefur hreinlega ákveðið að röng beyging hljómi betur og ákveðið að halda sig við hana. Sumir ganga svo langt að segja að hún sé rétt þar sem svo margir kunni ekki að beygja nafnið rétt. Þvílík fásinna.

Ég heiti Inga Rós. Ef þú kemur í heimsókn til mín þá kemurðu til Ingu Rósar. Ekki Ingu Rós!

Dóttir mín heitir Saga Ýrr. Þeir sem heimsækja hana heimsækja Sögu Ýri. Ekki Sögu Ýrr!

 Það er eins og stuttu nöfnin verði mun frekar fyrir þessari misþyrmingu en þau sem lengri eru. Ég heyri t.d. oft talað um: "Til Guðrúnar Sif" en aldrei heyri ég talað um "Til Ástu Hrafnhildur".

Mér finnst þetta sorglegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borghildur F.Kristjánsdóttir

Ohh hvað ég er sammála þér. Þetta hefur alltaf farið í taugarnar á mér.

Til dæmir eru mjög fáir sem beygja Alex Uni rétt, stendur á næstum því hverjum jólamerkimiða til Alex Una en ekki til Alexar Una, svo er Margrétar nafn ýmist beygt til Margrét Sólar eða til Margrétar Sól :)

Borghildur F.Kristjánsdóttir, 8.10.2007 kl. 19:42

2 identicon

Vá hvað ég er sammála þer.

það virðist ekki vera fólki til dæmis mögulegt að beygja nafn sonar mins rétt. ok skil það með börn og leiðrétti þau hægri vinstri, en hversu illa gefið þarf fullorðið fólk að vera ef það kann ekki að beyja nafnið Þröstur, segi ég sem er svo langt frá því að vera vel gefin. á meira segja vinkonu sem heitir Ýrr....... verð víst að viðurkenna að hafa beygt það rangt í 30ár, og það gerir þessi til tekna Ýrr líka hihi.

Heiða táknmálspía (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:59

3 identicon

Sammála sammála..  hef einmitt verið að lenda í þessu með litla pung..  ótrúlega skemmtilegt... 

 Bestu kveðjur frá Egils

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband