Ég

Gleðilega aðventu

1. í aðventu eyddum við fjölskyldann í góðra vina hópi á jólamarkaðnum í Tivoli í Kaupmannahöfn. Yndislegur dagur og ég  held að ég geti fullyrt að hvergi finni ég meiri jóla-rómantík en þar. Kannski við tökum Ninu og Anders (vini okkar í DK) kannski bara á orðinu og gerum þetta að árlegri ferð?

Nú sit ég og borða "heimagerðan" brjóstsykur sem ég keypti einmitt í Tivoli og ilmar svo vel að það er manni næstum því nóg að reka nefið ofan í pokann til þess að njóta hans.

Annars er heimilið smám saman að taka á sig jólamynd. Börnin búin að föndra aðventuskreytingar, eitthvað af ljósum komin upp, sem og jólaþorpið sem áður stóð heima hjá pabba og mömmu. Allt voða notalegt og ætlum við að reyna að njóta aðventunnar sem best, en ekki láta hana líða hjá í stressi til þess eins og "njóta" jólanna. Föndra og baka piparkökur og svoleiðis og fara ekki yfirum þó það sé ryk ofan á skápunum og bak við sófana ;o)

Vona að þið öll eigið yndislega aðventu og njótið hennar sem hluta jólanna. Í mín huga byrja jólin nefnilega 1. í aðventu en ekki kl. 6 þann 24.des.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega aðventu til ykkar líka, hér er allt að verða rosa jólalegt.. .úti amk

Bestu kveðjur frá Egils

Þórunn Birna og co (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband