Ég

Smá update

Jæja, verið að rukka mig um fréttir af bumbubúanum. Bumbubúinn inn lítill íþróttaálfur sem virðist stundum ætla að sprikla sér leið út úr bumbunni. Er samt voða stilltur og góður við mömmu sína og lætur hana hafa afskaplega takmarkað fyrir sér. S.s. allt í allt frábær meðganga! 7,9,13!!!Grin

Annars er fermingarundirbúningur að fara á fullt. Ekki nema rúmur mánuður í stóra daginn. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Helgin fer væntanlega í að skoða fermingarföt, skreytingar o.s.f.v. en annars erum við nú ósköp afslöppuð í þessu öllu saman.

Ég er byrjuð að kenna markaðsfræði í Verzló og líkar rosalega vel. Þetta er bara þrælskemmtilegt, enda bæði spennandi námsefni og skemmtilegir krakkar Smile Treysti á að bumbubúinn haldi sér inni fram á settan dag (10 maí) og ég nái að koma nemendunum mínum í gegnum próf (og nái að fara yfir þau) áður en stubburinn mætir á svæðið.

Hafið það öll sem best í vonda veðrinu.

Knús

Inga Rós


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta

Vona að litli púkinn þinn fari ekki að haga sér eins og Börkurinn - eða Krulli æðiber eins og ég kalla hann stundum - hann var eins og ofvirkur boxandi kolkrabbi, ég gat engan veginn áttað mig á hvernig hann snéri því hann sparkaði ALLS STAÐAR!!      ....þess vegna er ég ekkert hissa á því núna hversu orkumikill hann er..  stoppar barasta aldrei!

Gangi þér vel með kennsluna

Þórunn Birna og co (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband