23.2.2008 | 17:48
Hvar myndirðu vilja búa ef EKKI á Íslandi?
Í hvaða landi og hvaða borg myndirðu helst vilja búa ef Ísland kæmi ekki til greina? Ég nenni ekki að fá fullt af svörum um hvað Ísland sé frábært og að þið mynduð hvergi annars staðar vilja vera. Ég er að spyrja um stað sem þið mynduð velja ef þið YRÐUÐ að fara!!! Toronto kæmi sterkt inn hjá mér, sérstaklega ef ég væri enn með börn á skólaaldri. Gæti og væri til í að búa ca. hvar sem er ef ég væri ekki með börn með mér. Væri líka til í að prufa ca. allt tímabundið þó ég væri með börn með mér. En þið? |
Athugasemdir
Ég myndi helst vilja búa í London..........frumlegt ég veit
Borghildur F.Kristjánsdóttir, 24.2.2008 kl. 20:12
Ef ég þyrfti að flytja í dag þá yrði Namibía fyrir valinu, væri til í að búa í Windhoek í einhvern tíma. Ég myndi svo að sjálfsögðu flytjast eitthvað innan álfunnar :D
Guðrún Helga (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 19:46
Má segja Vestmannaeyjar?
Hafdís (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 23:47
Mér finnst suður þýskaland æðislegt og hugsa að ég mundi vilja búa í Freiburg.
Annars kannég líka mjög vel við mig í Hollandi og væri alveg til í að búa þar, annaðhvort í Eindhoven eða Njumgen
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 28.2.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.