Ég

Sjálfsbjargarviðleitni

 

Katla Katrín deyr sko ekki ráðalaus. Við köllum hana oftast pokadýrið okkar, enda pokaóð. Herbergið hennar er undirlagt af pokum. Hún setur aukaföt í poka áður en við förum út, labbar reglulega um húsið og garðinn með nesti í poka, geymir dótið sitt í pokum og laumast líka stundum til að stela snuðunum hans Jökuls og geyma þau í pokum inni hjá sér.

Um daginn kom hún með húfuna sína til mín og spurði hvort þetta væri húfan sín (Hrafnhildur á nefnilega alveg eins). Ég játti því, hún spurði margsinnis hvort ég væri alveg viss. Ég var voðalega ánægð að hún skyldi sjálf hafa vit á því að setja húfu á kollinn áður en hún færi út í sandkassa, enda frekar kalt í veðri.

Þegar við Hjörtur kíktum út til hennar stuttu seinna sáum við hvert hlutverk húfunnar var. Ekki var það að verma litla kollinn. Ó nei. Hana hafði vantað fötu og notaði hún því húfuna til að moka í. Stóð húfan á hvolfi, barmafull af sandi á sandkassanum. Okkur fannst þetta nú ansi krúttilegt og tókum meira að segja mynd af uppátækinu. Það má svo taka það fram að stuttu seinna leit ég út um gluggann og sá þá stuttu hvolfa úr húfunni (svona mesta sandinum) og skella henni svo á sig. Ha, ha.

Í fyrradag bað Katla svo pabba sinn um enn annan plastpokann. Hjörtur spurði hana hvað hún þyrfti að nota hann fyrir og svaraði Katla kát í bragði að hún ætlaði að fylla hann af vatni. Ekki var nú pabbinn hrifinn af því plani og sagði henni að maður ætti ekki að fylla poka af vatni af því að þá væri hætt við að allt færi út um allt. Sú stutta var nú ekki alveg sammála þessu en fór að snúa sér að öðru.

Stuttu seinna kom Hjörtur inn í borðstofu og sá þá að borðið og gólfið voru á floti í vatni. Katla Katrín hafði þá bara gert sér lítið fyrir og fundið skókassa (úr pappa, eins og þeir eru flestir) og fyllt hann af vatni og svo skilið eftir á borðinu.

Kannski hún fái bara viðurnefnið Katla í Kattholti :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Hahaha Kattholtsdaman reddar sér

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 11.6.2008 kl. 01:18

2 Smámynd: Þórunn.......

Hehe fyndið hvað þessum krílum dettur í hug að bralla

Þórunn......., 11.6.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband