Ég

Af hverju?

Áðan hittust börn og foreldrar í bekknum hennar Sögu til að föndra saman jólakort og fá sér gott í gogginn.

Notaleg stund þó að of fáir hafi mætt að mínu mati. T.d komin engin pabbi, fyrir utan Hjört sem því miður kom ekki fyrir undir lokin þar sem að hann varð að fara með Kötlu á slysó (en það er önnur saga).

En það sem stakk mig þó meira var sú staðreynd að á hverju ári skuli einhver börn þurfa að koma ein, án mömmu eða pabba, og án þess að eitthvert annað foreldri sé beðið um að hjálpa og fylgjast með þeim.

Tímasetningin fyrir föndrið var valin með það í huga að sem flestir kæmust. Eftir vinnu á virkum degi, milli hálf sex og hálf átta (fólk ekki farið að gera eitthvað annað um kvöldið). Vildum ekki gera þetta um helgi þar sem bæði börn og fullorðnir hafa oftast í nógu að snúast þá og sérstaklega þegar líða tekur að jólum.

Ég held því miður að slæm mæting sé ekki vegna anna foreldra. Ég held að þetta sé einfaldlega spurning um forgangsröðun. Að foreldrar þurfi að vera meðvitaðir um það að samverustundir barna og foreldra eru mikilvægar. Að það er gott og mikilvægt að þekkja vini barna sinna og foreldra þeirra. Sérstaklega þegar styttast fer í unglingsárin.

Mér finnst fyndið hvað margir Íslendingar hneykslast á Þjóðverjum sem vilja engin börn, eða þá eitt, og eins Spánverjunum og Ítölunum. Kannski ættu þeir Íslendingar sem aldrei hafa tíma fyrir börnin sín bara að taka sér hinar þjóðirnar til fyrirmyndar og eignast ekki fleiri en þeir hafa tíma til að sinna!

Jæja, búin að pústa. Lifið heil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Já það er sárt hvað mörg börn virðast ekki fá athyggli foreldranna "alla leið". það sem okkur finnst kannski ekki stórmál getur skipt þau svo miklu máli. Ég fór á yndislega bekkjarskemmtun hjá dóttur minni í gærkvöldi og þó ég ekki alveg að rokka í skólanum þá hefði ég ekki vilja missa af því

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 24.11.2006 kl. 22:39

2 identicon

já láttu mig þekkja þetta. er nú ofvirk í foreldrasamtarfi í skóla barna minna og alltaf verður maður fyrir vonbrigðum með mætingu foreldra.  ogmeira segja í sumum bekkjum er farið að taka hart á þessu og hringt í foreldrana og þeim gert að koma og sækja börnin ellegar verði bönin send heim, þegar um svona bekkjarsamkuntur er að ræða þar sem er margbuið að tilkynna það að foreldrar eigi að koma með.  hef nu ekki haft hjarta ímér sjálf að senda þau heim þar sem ég vorkenni þessum börnum. en þetta er bara sorglegt. og ég persónulega tek ekki gilda afsökun um tímaleisi. þvi að ef um væri að ræða segjum td jólaglögg með samstarfsfólki þá finna foreldrar sér tíma, en ekki fyrir baarna föndur eða eikkað álíka. óþolandi pirrandi.

kveðja úr keflavíkinni. heiða skvísí

Heiða (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 23:22

3 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitta fyrir geimverulendingu

Ólafur fannberg, 24.11.2006 kl. 23:32

4 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Já, þetta er skrýtin tilvera. Ég held að ef ég ætti barn þætti mér eflaust frábært að fara með því að föndra, hvað þá að hitta foreldra annara barna sem mitt barn umgengst alla daga!! 

En kannski er ég bara skrýtinn

Sveinn Arnarsson, 27.11.2006 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband