Ég

Jólin, jólin, allsstaðar

Mikil jólastemmning hjá okkur í dag. Skelltum okkur á opnun jólaþorpsins í Hafnarfirði sem var frábært.

Hrafnhildur María fór þangað í gær með leikskólanum að skreyta jólatré. Held að allir leikskólarnir í Hafnarfirði hafi farið með jólaskraut sem börnin voru búin að föndra. Frábært framtak!

Sáum Sollu Stirðu og jólasveinana. Sungum fullt af jólalögum og króknuðum bara pínu pons. Kannski ekki skrýtið miðað við að það var 7 stiga frost.

Fórum svo í jólaljósaleiðangur. Ætluðum að kaupa hvítar grýlukertaseríur til að hengja í þakskeggið í kringum allt húsið. En úps! 1,7 metrar kosta 2000 kr. og við þurfum sko 80 metra!!! Hvorki meira né minna. Keyptum s.s ekki svoleiðis.

Keyptum samt þennan fína sleða með 2 hreindýrum sem stendur núna upplýstur í garðinum. Erum svo ánægð með hann. Keyptum líka ljósaslöngu til að vefja um fánastöngina og kemst slangan vonandi upp á morgun.

Finnst þetta nú eiginlega fyrstu jólin okkar í húsinu þó að við höfum verið hér í fyrra. Fluttum auðvitað ekki inn fyrr en 11 des. og snerist þá allt um að gera "yfirborðs"fínt. Koma upp húsgögnum, pínu jólaskrauti o.s.f.v en á bak við flestar lokaðar hurðir var allt enn í rúst enda bara smá brot fataskápa komnir upp. Nú verður þetta meira "alvöru". Gaman, gaman!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband