Ég

Úff

Það er sko heldur betur komin tími á nýtt blogg. Stundum er maður bara óvenju andlaus. Nú eða bara óvenju upptekin. Enda svo sem nóg að gera á stóru heimili þegar jólin nálgast.

Er ekki alveg að komast í jólagírinn í ár. Ekki almennilega alla veganna. Kannski af því að ég byrjaði óvenju snemma að finna fyrir jólaskapinu. Ætli það sé kannski bara þannig að það endist bara í x langan tíma? Þannig að ef maður kemst snemma í jólaskap þá detti maður úr því jafnvel fyrir jól? Ég sem hef aldrei getað hugsað mér að vera í fríi erlendis um jólin sé mig orðið algjörlega fyrir mér í fínu húsi í Orlando með sundlaug í garðinum. Langar ekkert smá að prófa að halda jól með Mikka :o)

Er samt búin að kaupa allar jólagjafir nema 4. Búin að pakka helmingnum inn. Búin að skrifa flest jólakortin og búin að baka 2 sortir. Geri svo sem ekki ráð fyrir að baka fleiri. Kannski maður búi bara til smá konfekt í staðinn. Einhver sem lumar á góðum og einföldum uppskriftum?

Svo er ég nú líka búin að syngja á 3 aðventutónleikum eiginlega, með kórnum. Einu aðventukvöldi í Breiðholtskirkju og 2 aðventutónleikum kórsins í Langaholtskirkju. Það gékk bara vel og voru þetta reglulega skemmtilegir tónleikar. Pínu öðruvísi og mjög góð stemmning.

Best að halda áfram með jólakortin, þó ekki sé nema þau sem þarf að senda til útlanda.

 Njótið aðventunnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 14.12.2006 kl. 02:58

2 identicon

Ég sem hélt að ég væri ein um að detta úr jólaskapinu. Var í þvílíku jólaskapi í endan nóvember.........en svo bara hvarf það, en kemur vonandi aftur sem fyrst :)

Fjóla (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband