21.11.2006 | 09:15
Ég vil jólastress
Kannski er ég pínu skrýtin, en ég vil jólastress.
Mér finnst alls ekki nógu spennandi að vera búin að öllum jólaundirbúningi í nóvember (eða fyrr) og geta bara slakað á í desember. Sumir eru að "monta" sig af þessu en ég bara skil það engan vegin.
Ég byrjaði svo sem líka snemma að kaupa gjafir, þannig séð. Keypti nokkrar í London í september, í Köben í október og svo keypti ég eina í gær. Jólafötin á ormagormana komin og er byrjuð að föndra jólakortin.
En ég vil bara alls ekki klára strax. Alls ekki! Mér finnst stressið tilheyra jólunum. Kannski er maður orðin svona gegnumsýrður af þessu stressaða samfélagi að maður kann ekki lengur að vera óstressaður. Ætli það sé málið?
Finnst fátt jafnast á við að eiga eina mikilvæga gjöf eftir á Þorláksmessu. Hendast búð úr búð í svitakasti, viss um að maður finni aldrei það sem maður er að leita að. Kannski af því að maður veit ekki hverju maður er að leita að.
Held líka að stressið fyrir jólin eigi stóran þátt í því hvað mér finnst aðfangadagskvöld alltaf notalegt. Þá getur maður loksins notið þeirrar vinnu sem maður hefur lagt í dagana á undan. Þrifanna skreytinganna, pakkanna o.s.f.v. Svo getur maður notið þess að vakna á jóladagsmorgun og sjá að húsið lítur aftur út eins og eftir sprengjuárás ;-)
Ég hlakka sko til jólanna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2006 | 15:10
Við erum ekkert svo ólík
Ég man svo vel eftir bakaranum okkar á horninu sem bakaði arabískt brauð í steinofni. Hann skellti brauðinu utan í veggina á ofninum og þar hékk það á meðan það bakaðist. Ég man líka svo vel eftir gamla manninum sem bauð okkur reglulega í mat af því að hann hafði keyrt utan í bíl samstarfskonu mömmu :o)
Ég man líka svo vel eftir mömmu að kenna mér að synda í sjónum og því þegar ég vann hattakeppni í leikskólanum með páskaungahattinum sem mamma hafði föndrað handa mér.Ég man eftir úlföldum í eyðimörkinni og mörkuðum fullum af gulli. Ég man að þegar maður fór í bað varð maður að bíða eftir því að vatnið kólnaði, þar sem að vatnstankarnir stóðu á þaki hússins og vatnið hitnaði alltaf ískyggilega. Ég man eftir hversdagsleika sem var mér svo eðlilegur þó hann væri gjörólíkur þeim hversdagsleika semég upplifði í fríum heima á Íslandi. Ég er oft spurð að því hvort það hafi ekki verið rosalega skrýtið að búa í arabalandi í tæp fimm ár. En staðreyndin er sú að börn hafa gríðarlega aðlögunarhæfni og finnst það sem þau alast upp við, nær undantekningarlaust, eðlilegt. Í Botswana, fjarlægju landi í Afríku býr lítil stúlka sem heitir Kutlwani. Á myndinni sem ég sá í dag af henni virkar hún hamingjusöm. Hún brosir sínu breiðasta og skartar fallegum sumarkjól. Hún hefur það gott og finnst líf sitt voða eðlilegt. Af því að hún þekkir ekki annað og er sem barn haldið hinni fyrr umræddu frábæru aðlögunarhæfni. Hún er munaðarlaus og býr í SOS barnaþorpi. Þetta finnst okkur Íslendingum oftast allt annað en eðlilegt. Við eigum erfitt með að ímynda okkur að það geti verið hamingjusamt og eðlilegt líf. En þrátt fyrir sorglegt upphaf lífs hennar þá er Kutlwani ótrúlega heppin. Hún á nefnilega styrktarforeldra víðs vegar um heiminn sem gera henni kleift að búa í húsi með mömmu og systkinum og lifa lífi ekki svo ólíku því sem við eigum að þekkja. Kutlwani er í dag 4 ára gömul, alveg eins og Hrafnhildur María dóttir mín. Þær eiga margt sameiginlegt. Þær ganga báðar í leikskóla þar sem þær læra stafina, litina og að telja. Þeim finnst gaman að planta blómum og rækta grænmetisgarðana sína. Þær hafa báðar gaman af að punta sig og fara í dúkkuleik og eitt það skemmtilegasta sem þær gera er að syngja. Hvað haldiði að uppáhalds lag Kutlwani sé? Ekkert annað en Bah, bah, blacksheep!!!Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.11.2006 | 12:34
Hmmmmmm
Það er nú ansi margt sem mælir með því að blogga hér. Þó ekki sé nema það að geta hlaðið inn myndum beint úr tölvunni, í stað þess að þurfa að vista þær fyrst einhvers staðar á vefnum. Blogspot vistar þær nefnilega ekki fyrir mann.
Svo fær maður svo mörg skemmtileg komment í gegnum íslensku síðurnar.
"Veljum íslenskt". Er það ekki bara málið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2006 | 18:00
Hér eða þar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.11.2006 | 11:55
Smá áminning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 18:42
Blogg- en ekki hér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 18:33
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)