5.2.2007 | 01:03
Bólgukelling
Skelltum okkur austur í bústaðinn hans pabba um helgina. Hrafnhildur María var með hita þegar við lögðum af stað en ágætlega hress þannig að við gengum út frá því að hún gæti allt eins kúrt undir sæng þar eins og hér. Ætluðum hvort eð er ekkert mikið út enda brjálað veður þegar við lögðum af stað á föstudaginn.
Áttum rosa notalega helgi og spiluðum fullt. Trivial, Uno, Kotru og Matador. Borðuðum góðan mat og nutum þess að vera saman án tölvanna, sjónvarpsins (o.k gægðumst smá á Eurovision forkeppnina) og allra vinanna. Það er nefnilega oft erfitt að ná að vera öll saman um helgar enda oftast nóg að gera í félagslífinu hjá ormunum á bænum.
Hrafnhildur María var með hita alla helgina og hóstaði mikið á nóttunni en var samt ansi hress á daginn. Þorði samt ekki annað en að láta kíkja á hana áðan þar sem hún var farin að kvarta undan verk inni í eyranu. Fór með hana á læknavaktina og þá kom í ljós að hún er bæði með lungnabólgu og eyrnabólgu. Náði nú að fela það ansi vel, kellingin. Spurði í bílnum á leiðinni heim hvað væri að sér? Ég sagði henni að hún væri bæði með lungnabólgu og eyrnabólgu. Svaraði sú stutta þá um hæl: "Ég er með tvær bólgur. Bara algjör bólgukelling!".
Er sem betur fer komin á lyf og er ekkert smá dugleg. Veit ekki hvernig hún fer að því að drekka þessi fúkkalyf sem eru leyst upp í vatni. Ég kúgast bara af því að hræra þetta út í vatnið. Ógeðsleg lykt!
Vona að þessum veikindum fari að linna. Hef aldrei vitað annað eins á þessu heimili!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2007 | 22:18
Þvílík spenna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2007 | 14:45
Hvað skal gjöra?
![]() |
Á hjólabretti yfir þvera Ástralíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2007 | 18:19
Betra er seint en aldrei
![]() |
Hugh Hefner ástfanginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2006 | 00:19
Gleðileg jól
Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Þakka liðið!
Oj, glætan að ég sendi ykkur svona staðlaða jólakveðju, he he.
Vona svo sannarlega að þið eigið öll gleðileg jól í góðra vina hópi og að komandi ár verði ykkur bjart og ævintýraríkt. Þakka þeim sem það til sín taka góðar stundir á líðandi ári og vonast eftir fleirum slíkum á næsta ári.
Kveðja
Inga Rós, sem er ákveðin í því að liggja undir sæng eftir sólarhring, með kveikt í arninum, konfekt í skál og jólakortin í fanginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2006 | 16:03
Hátíðasöngvastund
Var að koma heim af svo notalegri stund í leikskólanum hennar Kötlu. Það var hátíðasöngvastund.
Börnin af yngstu deildunum komu gangandi inn í sal ýmist með kerti í "heima"tilbúnum kertastjökum eða lítil grenibúnt og lögðu undir jólatréð. Salurinn var svo krúttlega skreyttur með ljósum og skrauti, hvítu "garðplasti" (veit að það heitir eitthvað annað) og skapaðist svona smá snjóhússtemning.
Þar var svo sungið saman og dansað í kringum jólatréð. Engir jólasveinar, engin læti, bara notalegheit. Bara ef allir aðventudagar væru svona kósí ;-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2006 | 15:45
Úff
Það er sko heldur betur komin tími á nýtt blogg. Stundum er maður bara óvenju andlaus. Nú eða bara óvenju upptekin. Enda svo sem nóg að gera á stóru heimili þegar jólin nálgast.
Er ekki alveg að komast í jólagírinn í ár. Ekki almennilega alla veganna. Kannski af því að ég byrjaði óvenju snemma að finna fyrir jólaskapinu. Ætli það sé kannski bara þannig að það endist bara í x langan tíma? Þannig að ef maður kemst snemma í jólaskap þá detti maður úr því jafnvel fyrir jól? Ég sem hef aldrei getað hugsað mér að vera í fríi erlendis um jólin sé mig orðið algjörlega fyrir mér í fínu húsi í Orlando með sundlaug í garðinum. Langar ekkert smá að prófa að halda jól með Mikka :o)
Er samt búin að kaupa allar jólagjafir nema 4. Búin að pakka helmingnum inn. Búin að skrifa flest jólakortin og búin að baka 2 sortir. Geri svo sem ekki ráð fyrir að baka fleiri. Kannski maður búi bara til smá konfekt í staðinn. Einhver sem lumar á góðum og einföldum uppskriftum?
Svo er ég nú líka búin að syngja á 3 aðventutónleikum eiginlega, með kórnum. Einu aðventukvöldi í Breiðholtskirkju og 2 aðventutónleikum kórsins í Langaholtskirkju. Það gékk bara vel og voru þetta reglulega skemmtilegir tónleikar. Pínu öðruvísi og mjög góð stemmning.
Best að halda áfram með jólakortin, þó ekki sé nema þau sem þarf að senda til útlanda.
Njótið aðventunnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2006 | 01:28
Það er sko nóg eftir
<img src="http://www.world66.com/myworld66/visitedEurope/countrymap?visited=AUBEBHCRCZDKENFRGEHUICLUNLSLSVSPSE"><br/>
<a href="http://www.world66.com/myworld66/visitedEurope">create your personalized map of europe</a>
or check out our <a href="http://www.world66.com/europe/spain/catalonia/barcelona">Barcelona travel guide</a>
<img src="http://www.world66.com/myworld66/visitedCountries/worldmap?visited=USMXATBEBAHRCZDKFRDEHUISLUNLSKSIESSEUKKWCN"><br/>
<a href="http://www.world66.com/myworld66">create your own visited country map</a>
or check our <a href="http://www.world66.com/europe/italy/veneto/venice">Venice travel guide</a>
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 21:19
Jólin, jólin, allsstaðar
Mikil jólastemmning hjá okkur í dag. Skelltum okkur á opnun jólaþorpsins í Hafnarfirði sem var frábært.
Hrafnhildur María fór þangað í gær með leikskólanum að skreyta jólatré. Held að allir leikskólarnir í Hafnarfirði hafi farið með jólaskraut sem börnin voru búin að föndra. Frábært framtak!
Sáum Sollu Stirðu og jólasveinana. Sungum fullt af jólalögum og króknuðum bara pínu pons. Kannski ekki skrýtið miðað við að það var 7 stiga frost.
Fórum svo í jólaljósaleiðangur. Ætluðum að kaupa hvítar grýlukertaseríur til að hengja í þakskeggið í kringum allt húsið. En úps! 1,7 metrar kosta 2000 kr. og við þurfum sko 80 metra!!! Hvorki meira né minna. Keyptum s.s ekki svoleiðis.
Keyptum samt þennan fína sleða með 2 hreindýrum sem stendur núna upplýstur í garðinum. Erum svo ánægð með hann. Keyptum líka ljósaslöngu til að vefja um fánastöngina og kemst slangan vonandi upp á morgun.
Finnst þetta nú eiginlega fyrstu jólin okkar í húsinu þó að við höfum verið hér í fyrra. Fluttum auðvitað ekki inn fyrr en 11 des. og snerist þá allt um að gera "yfirborðs"fínt. Koma upp húsgögnum, pínu jólaskrauti o.s.f.v en á bak við flestar lokaðar hurðir var allt enn í rúst enda bara smá brot fataskápa komnir upp. Nú verður þetta meira "alvöru". Gaman, gaman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2006 | 20:25
Af hverju?
Áðan hittust börn og foreldrar í bekknum hennar Sögu til að föndra saman jólakort og fá sér gott í gogginn.
Notaleg stund þó að of fáir hafi mætt að mínu mati. T.d komin engin pabbi, fyrir utan Hjört sem því miður kom ekki fyrir undir lokin þar sem að hann varð að fara með Kötlu á slysó (en það er önnur saga).
En það sem stakk mig þó meira var sú staðreynd að á hverju ári skuli einhver börn þurfa að koma ein, án mömmu eða pabba, og án þess að eitthvert annað foreldri sé beðið um að hjálpa og fylgjast með þeim.
Tímasetningin fyrir föndrið var valin með það í huga að sem flestir kæmust. Eftir vinnu á virkum degi, milli hálf sex og hálf átta (fólk ekki farið að gera eitthvað annað um kvöldið). Vildum ekki gera þetta um helgi þar sem bæði börn og fullorðnir hafa oftast í nógu að snúast þá og sérstaklega þegar líða tekur að jólum.
Ég held því miður að slæm mæting sé ekki vegna anna foreldra. Ég held að þetta sé einfaldlega spurning um forgangsröðun. Að foreldrar þurfi að vera meðvitaðir um það að samverustundir barna og foreldra eru mikilvægar. Að það er gott og mikilvægt að þekkja vini barna sinna og foreldra þeirra. Sérstaklega þegar styttast fer í unglingsárin.
Mér finnst fyndið hvað margir Íslendingar hneykslast á Þjóðverjum sem vilja engin börn, eða þá eitt, og eins Spánverjunum og Ítölunum. Kannski ættu þeir Íslendingar sem aldrei hafa tíma fyrir börnin sín bara að taka sér hinar þjóðirnar til fyrirmyndar og eignast ekki fleiri en þeir hafa tíma til að sinna!
Jæja, búin að pústa. Lifið heil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)