13.3.2007 | 01:28
Að skorast undan ábyrgð
Rósa Guðbjartsdóttir, sjálfstæðiskona í Hafnarfirði, skrifaði frábæra grein í Fréttablaðið í morgun. Í henni fjallar hún um hvernig Samfylkingin í Hafnarfirði skorast undan ábyrgð með því að virkja íbúa bæjarins í kosningu um stækkum álversins.
Mikið er ég sammála henni og hef margrætt þetta við þá sem hafa spurt mig um afstöðu mína upp á síðkastið. Svar mitt hefur undantekningarlaust verið það að ég sé alfarið á móti því að vera látin kjósa um þetta.
Þegar stjórn er kosin (ég reyndar kaus ekki þessa) er það almennt mikil traustsyfirlýsing. Þ.e.a.s "almúginn" gefur þeim atkvæði sem hann treystir best til að taka þýðingarmiklar ákvarðanir.
Mér finnst "íbúalýðræði" eins og það sem Samfylkingin í Hafnarfirði stefnir að hættuleg þróun. Hvar ætla þeir að draga mörkin? Hvað teljast svo stórar ákvarðanir að íbúar eigi að setja mark sitt á með beinum hætti?
Er "almúganum" treystandi til þess að taka yfirvegaðar og rökstuddar ákvarðanir um málefni sem hann hefur almennt ekkert vit á? Reglulega heyrir maður t.d fólk segjast ætla að kjósa gegn álverinu vegna reykjarmökksins sem liggi stundum yfir Reykjanesbrautinni við álverið. Fæstir vita að stærsta mengunarskýjið kemur frá malbikunarstöðinni sem er hinum megin við Reykjanesbrautina, til móts við álverið. Aðrir benda á að fasteignaverð á Völlunum sé lægra en annars staðar og það sé allt vegna mögulegrar stækkunar. Málið er að fasteignaverð á Völlunum virðast hafa verið lægra en í öðrum nýbyggðum hverfum frá því að uppbygging þar hófst. En þess má geta að þá var lítil sem engin umræða um stækkun álvers komin af stað.
Mér finnst það heigulsháttur hjá Samfylkingarfólki í Hafnarfirði að geta ekki staðið við þá ákvörðun sem það í raun tók þegar það seldi Alcan lóð undir stækkun. Svei!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2007 | 23:26
Þetta stækkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 10:55
Eigingirni?
Hvernig ætli aumingjans barninu líði þegar það er orðið t.d tvítugt og mamman er 81 árs? Burt séð frá því að meðalævi er styttri í Danmörku en hér þannig að það er alls óvíst að foreldrarnir lifi það að sjá barnið sitt útskrifast úr menntaskóla, þó að þeir myndi bara deyja úr elli.
Það kemur ekki fram í greininni hvort þetta sé fyrsta barn konunnar en í raun gæti hún vel átt langömmubörn!!!
![]() |
Danskur eftirlaunaþegi eignaðist barn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2007 | 11:44
Hættulegt?
Úff! Eitt mál er að það sé vont og óþægilegt að þurfa að ganga á milli hæða í miðri fæðingu en þetta hlýtur líka að geta verið hættulegt. Segjum t.d að barn sé ekki fastskorðað. Ætli það geti ekki orðið fall á naflastreng og hann klemmst?
![]() |
Þurfti að ganga á milli hæða til þess að fara í keisaraskurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2007 | 16:08
Fjölskyldustúka
![]() |
Hálf stúka í Royal Albert Hall til sölu á 385 þúsund pund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2007 | 15:19
Sko Icelandair!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2007 | 12:10
Ekki besta þjónustan
![]() |
Vefur Icelandair með besta hönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2007 | 14:18
Icelandair-þjónusta???
Í síðasta mánuði var mér fengið það hlutverk að kaupa flugmiða fyrir nokkra fjölskyldumeðlimi (ásamt mér sjálfri) sem eru á leiðinni til Glasgow í mars.
Helst vildi ég kaupa miða með Iceland Express til London og svo með Easy Jet áfram en þar sem að ferðafélagarnir eru á áttræðis aldri var ákveðið að fara "auðveldu" leiðina og fljúga með Icelandair beint frá Keflavík til Glasgow. Ég sá þó fljótt eftir þeirri ákvörðun.
Fór á netið og sá þar að netfargjöldin til Glasgow voru 39.500 kr. fyrir utan skatta. Í heild ca. 46 þús. kr. á mann. Fannst þetta heldur dýrt, ekki síst í ljósi þess að þetta er 2 tíma flug og hægt að fá flug til t.d Bandaríkjanna á sama verði. En þar sem engir aðrir bjóða beint flug til Glasgow sá ég engan annan kost í stöðunni en að kaupa þessa miða.
Þess má geta að almenna reglan varðandi netfargjöld (hef margsinnis fengið þetta staðfest af starfsfólki Icelandair) er sú að ódýrustu miðarnir eru seldir fyrst og svo hækkar verðið eftir því sem nær dregur ferðadagsetningunni og sætum í vélinni fækkar.
Mér brá því heldur betur í brún 2 dögum seinna þegar mér var bent á að miðar með sömu vél til Glasgow væru nú komnir niður í 21.500 kr. (úr 39.500)!!!
Í dag eru sæti með sömu vél svo til sölu á 18.300 kr.!
Ég krafðist útskýringa á þessu frá Icelandair og fékk þau svör að ég hafi fengið ódýrustu sætin sem voru laus á þessum tíma. Það hljóti einhverjir að hafa hætt við í millitíðinni. Það væri ekki hægt að endurgreiða mér miðana.
Ég var ekki tilbúin að una þessu svari og hef ítrekað beðið um símanúmer eða netfang hjá yfirmanni sem ég geti snúið mér til. Þessari beiðni minni hefur ekki verið svarað. Ég hef fengið senda sömu skýringuna og ég fékk í byrjun, stöðluð svör með loforði um persónulegu svari á næstu dögum og linka yfir á kvörtunar eyðublað á netinu. Þetta hef ég allt saman nýtt mér.
Nú er mér spurn: Af hverju er ekki hægt að skila ónotaðri vöru sem ég á kvittunina fyrir tveimur dögum eftir kaup hennar? Ef ég kaupi mér peysu get ég almennt skilað henni innan einhverra daga svo framarlega sem hún er ónotuð og ég með kvittun. Sum fyrirtæki neita að endurgreiða vöruna en gefa þá út inneignarnótur í staðinn.
Það vakti einnig athygli mína í þessu öllu að stöðluðu svörin sem fengust voru almennt mun betri á ensku en íslensku. T.d:
Efnisatriðum verður svarað á næstu dögum
Kær kveðja
Þjónustueftirlit Icelandair
Thank you for contacting Icelandair Customer Relations.
Your message is very important to us, and we will respond as quickly as
possible to your inquiry.
Kind Regards
Icelandair Customer Relations
Er þetta ekki bara dæmigert fyrir "þjónustu" Icelandair við Íslendinga???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2007 | 13:18
Merkilegt
Mér finnst stór merkilegt að þeir komist upp með þetta. Sennilega komast þeir upp með þetta á þeirri forsendu að þeir kalla þetta "skatta og GJÖLD" en ekki bara skatta. Svo undrast fólk á því hvernig þeir geti selt flugsætin svona ódýrt?
Þetta er svona svipað og þegar maður kaupir vöru á netinu og er rukkaður fyrir "PACKAGING and transport". Þá er kostnaðarliðurinn þar kannski $50 þó að raunverulegur sendingarkostnaður sé bara $15.
Annars kemur smá Icelandair blogg seinna í dag eða kvöld. Fylgist bara með!!!
![]() |
Óbreyttir skattar og gjöld á flugferðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 23:27
Hvar er samkeppnisstofnun núna?
![]() |
Iceland Express fær ekki inni á Reykjavíkurflugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)