13.8.2007 | 18:07
Kemur þetta á óvart?
"Íhaldsleg viðhorf Texas-búa, sem eru mótmælendatrúar, og menningarleg blanda gamla suðursins og villta vestursins eru sögð skýra það hvers vegna svo margir fangar eru teknir að lífi í ríkinu. "
Þetta er eflaust mjög rétt og kemur mér ekkert á óvart. Svo finnst mér nú mun betra að taka þessa fanga af lífi sem dæmdir hafa verið til dauða en að láta þá húka endalaust á "deathrow". En hvort að dauðadómurinn eigi svo rétt á sér eða ekki er nú alveg efni í aðra umræðu.
Menning og trúarbrögð sögð skýra aftökugleði Texas-búa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér hefur alltaf fundist svolítið skrýtið hvað þetta er misjafnt eftir fylkjum í einu og sama landinu. Finnst svona eðlilegra að sama gangi yfir allt landið þó það sé risavaxið.
En jú...... þetta má svo rökræða alveg út í það óendanlega.
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 13.8.2007 kl. 20:33
Þú ert samt ekki að átta þig á því að fangarnir húka ekki bara á dauðadeild. Þeir fangar sem hafa setið í 10-20 ár á dauðadeild fyrir aftöku eru að leita allra lagalega leiða til að fá dómnum hnekkt, ýmist vegna þess að þeir segjast saklausir eða að dómurinn þyki ósanngjarn. Til eru dæmi um að dauðadæmdir fangar hafi hlotið náðun vegna nýrra sannana, eða að dauðadóminum hafi verið skipt út fyrir lífstíðarfangelsisdóm. Gott dæmi er Henry Lee Lucas, sem var andlega vanheill og handtekinn fyrir þrjú morð, ef ég man rétt. Þetta var einmitt í Texas. Þegar hann var kominn í hendur laganna byrjaði hann að játa á sig ógrynni af óleystum morðum, og fór það svo að lögreglumenn hvaðanæva að úr landinu fóru að streyma til hans til að fá hann til að játa á sig glæpi. Á endanum játaði hann yfir 3.000 morð. Hann var dæmdur til dauða. Seinna var málið rannsakað upp á nýtt, og í ljós kom að hann hefði ekki getað framið stóran hluta þeirra glæpa sem var talið öruggt að hann bæri ábyrgð á. Þá hafði hann setið í fangelsi í fimmtán ár. Á dauðadeild. Árið 1998 breytti þáverandi fylkisstjóri í Texas, George W. Bush, dauðadóminum í lífstíðardóm, og er þetta í eina skiptið sem hann gerði það. Hefði ástandið þá verið eins og það er núna, að fangar væru teknir af lífi eftir jafn skamma stund og raun ber vitni, hefði hann verið drepinn fyrir gríðarlegan fjölda glæpa sem hann framdi ekki. Vitaskuld var þessi maður ógeðfelldur, en það er ekki málið. Ef hann hefði verið tekinn af lífi fyrir þessa glæpi hefðu þeir verið afskrifaðir fyrir fullt og allt. Vel getur verið að í dag sé verið að taka menn af lífi fyrir annarra manna glæpi - sem er ekki gott mál. Hvað sem manni finnst um dauðarefsingu.
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.