Ég

Menningarnótt og Rolling Stones

Jæja, þá er menningarnóttin afstaðin. Skilst að hún hafio gengið bara prýðilega.

Kórinn söng í porti Söngskólans og tókst það bara ágætlega til. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt "cencept" hjá Söngskólanum að bjóða til svona söngveislu. Ekki hvað síst út af fjöldasönginum. Það eru svo margir sem hafa svo gaman af að syngja og við Íslendingar eigum svo mikið af góðu söngfólki að það er um að gera að stefna sem flestum af þeim saman á einn stað.

Að kórsöng loknum röltum við niður Laugaveg og upp Skólavörðustíg með krakkana. Gerðum nú lítið merkilegt en nutum góða veðursins og stemmningarinnar í bænum. Alltaf svo gaman þegar það er hátíð í Reykjavík! :o)

Um kvöldið kíktum við Hjörtur aðeins út þegar búið var að koma skvísunum niður. Nenntum ekki að hlusta á Megas á Klambratúni og röltum því örstutt í gegnum Kjarvalsstaði í staðinn. Þurftum reyndar að labba MJÖG hratt í gegn þar sem það var stöðugt verið að tönnlast á því að það væri búið að loka. Þar var sýning á alls konar mismunandi íslenskri hönnun og var mikið af fallegum munum til sýnis. Kíktum svo aðeins inn á vinnustofu Péturs Gauts en þar var live djass og gaman að skoða. Sá nú reyndar enga mynd sem mér fannst jafn flott og mín. ;o)

Röltum svo niður Laugaveginum með mannfjöldanum og niður á höfn til að horfa á flugeldasýninguna. Hún var flott að vanda en ef eitthvað var of mikið logn. Flugeldarnir hurfu bókstaflega inn í reykinn frá hvor öðrum.

 Annars ætlum við hjónakornin á tónleika á sunnudaginn sem verða örugglega skemmtilegir. Rolling Stones, í London. Ég á nefnilega bestu systur í heimi. Hún bauðst til þess að fyrra bragði að koma hingað í fríinu sínu og passa krakkana svo ég gæti boðið Hirti í leyniferð til útlanda!!! Ég ákvað því að slá til og keypti miða til London, hótel og miða á Rolling Stones án þess að Hjörtur vissi. Ætlaði nú fyrst að reyna að halda þessu sem leyndarmáli fram á síðustu stundu en gugnaði svo á því þegar ég heyrði að hann var farin að bóka fundi á þessum dögum. :o/

En við erum s.s á leiðinni í kærustuparaferð. Get ekki beðið :o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

geggjað að skella sér í svona kærustuparaferð....þó að ykkar sé bara feik...þar sem að þið eruð meira en það hihihi. ég aftur á móti þar sem ég lifi enn í synd get farið í ekta kærustuparaferð hihihihihi.

býð svo spennt eftir saumó ;););););)

kveðja úr keflavíkinni

Heiða skvísí (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 14:17

2 identicon

Þið frænkurnar stóðuð ykkur líka mjög vel í sópraninum. Ég var mjög impóneraður hvað þið voruð fljótar að læra lögin.

maggi (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband