25.9.2007 | 01:11
Með fullri virðingu - Finnst þetta furðulegt
http://johannbj.blog.is/blog/johannbj/entry/319117/
Með fullri virðingu fyrir þessum brúðhjónum þá verð ég að segja að ég skil með engu móti tilganginn að gifta sig í kirkju ef Siðmennt stendur fyrir hjónavígslunni og báðir hluthafandi eru trúlausir.
Af hverju völdu þau sér ekki fallegan sal, listasafn, fjall eða laut eða hvað sem er? Hvítur kjóll, slör, kirkja og altari. "Bara" Guði sleppt.
Athugasemdir
Nú er það svo að við þurfum ekki að skilja alla hluti. Við þekkjum ekki fólkið og vitum ekki hvað lág að baki þeirra ákvörðun. þegar ég gifti mig fyrir 20 árum, var enginn sem hafði við það athugasemd að við giftum okkur í kirkju, þó hvorugt okkar væri kristið. Brúðkaup á að vera eins persónulegt og prívat og hægt er. Leyfum fólki að gera eins og það vill. Ég hef aldrei heyrt um neitt brúðkaup (ekki einu sinni kóngafólks) sem fólk hefur svona miklar hugmyndir um hvernig hefði verið betra að gera. Ég vil óska brúahjónunum til hamingju og látið ekki bloggara eyðileggja yndislega minningu.
Ásta Kristín Norrman, 25.9.2007 kl. 07:11
Það er ekkert að því að hafa skoðun á hlutunum. Ef fólk vill hafa brúðkaup sitt eins persónulegt og prívat og hægt er, þá er um að gera að sleppa því að láta birta af sér brúðkaupsmyndir á opnum vef.
Eins og ég er almennt hrifin af störfum Fríkirkjuprestanna þá er ég afskaplega hissa á þáttöku þeirra í þessu brúðkaupi, s.s. með því að leyfa notkun kirkjunnar.
Inga Rós Antoníusdóttir, 25.9.2007 kl. 09:42
Inga Rós! Eitt að hafa skoðun á hlutum sem maður hefur eitthvað vit á. Dæma fólk útí bæ fyrir skipulagningu á eigin brúakaupi er ekkert annað en dónaskapur. Maður gerist ekki opinber persóna þó brúakaupsmynd birtist í blöðunum.
Hitt er annað mál að hafa skoðun á hvað fríkirkjan gerir við sitt húsnæði. Mín vegna getur þú haft þá skoðun sem þú vilt á því.
Ásta Kristín Norrman, 25.9.2007 kl. 13:06
Þá verð ég bara að þykja dónaleg í þínum augum. Öll dæmum við allan daginn. "Þessi finnst mér skemmtilegur. Þetta finnst mér ljótt. Þetta er frábært. Þetta er asnalegt" o.s.f.v. Þegar komið er heim úr veislum eða öðrum mannamótum spyr fólk oftar en ekki: "Jæja, hvernig fannst þér í dag/gær?", eða þegar við lesum/heyrum um eitthvað í fjölmiðlum sem vekur athygli okkar þá ræðum við það okkar á milli og dæmum það á eigin forsendum. Ég kaus að gera það hér.
Það má vel vera að þetta hafi verið yndislegur dagur fyrir brúðhjónin, og það vona ég svo sannarlega, en ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni að mér þykir fyrirkomulagið skrýtið, bæði af þeirra hálfu og kirkjunnar.
Inga Rós Antoníusdóttir, 25.9.2007 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.