Ég

Listar út um allt

Einn listi á eyjunni, þúsund í tölvunni, milljón í hausnum um það sem þarf að gera í tengslum við eina fermingu.

Annars er þetta nú afskaplega afslappaður fermingarundirbúningur á þessu heimili. Ætli stressið sé ekki oft meira þegar stelpur eru að fermast, enda þær kannski áhugasamari um framvindu mála og kröfuharðari varðandi ýmsa þætti er snúa að fermingardeginum sjálfum.

Hér býr ósköp nægusamur og þakklátur drengur sem er lítið fyrir haft. Ekki ætla ég að kvarta yfir því.Grin

 Held að þetta sé nú allt að smella saman. Jakkafötin á drengin komin, maturinn "under control", búið að panta tertuna, skreytingarnar komnar, búin að panta sálmabókina, servíetturnar og klippinguna, boðskortin á leið í póst í dag og búið að plana skó og skyrtukaup um helgina.

Þá vantar ekki mikið annað en skínandi hreint hús og fullt af skemmtilegum gestum ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þið þurfið aðstoð í veislunni má alveg hringja í mig. I´ll be ready.

Hafdís (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband