Færsluflokkur: Bloggar
8.10.2007 | 12:33
Mér finnst þetta ólíðandi
Mér finnst óþolandi þegar fólk kann ekki að beygja nöfn rétt og mér finnst með öllu ólíðandi þegar fólk kann ekki einu sinni að beygja eigin nöfn eða nöfn barnanna sinna rétt. Svo er ennþá verra að til er fólk sem einfaldlega ekki vill beygja nöfn rétt. Það hefur hreinlega ákveðið að röng beyging hljómi betur og ákveðið að halda sig við hana. Sumir ganga svo langt að segja að hún sé rétt þar sem svo margir kunni ekki að beygja nafnið rétt. Þvílík fásinna.
Ég heiti Inga Rós. Ef þú kemur í heimsókn til mín þá kemurðu til Ingu Rósar. Ekki Ingu Rós!
Dóttir mín heitir Saga Ýrr. Þeir sem heimsækja hana heimsækja Sögu Ýri. Ekki Sögu Ýrr!
Það er eins og stuttu nöfnin verði mun frekar fyrir þessari misþyrmingu en þau sem lengri eru. Ég heyri t.d. oft talað um: "Til Guðrúnar Sif" en aldrei heyri ég talað um "Til Ástu Hrafnhildur".
Mér finnst þetta sorglegt!
Bloggar | Breytt 1.11.2007 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2007 | 15:16
Tónleikarnir um helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2007 | 22:42
Ariadne í Óperunni
Var svo heppin að vera boðið áðan á generalprufu á Ariadne í Íslensku Óperunni. Takk Gurrý!
Mæli hiklaust með því. Skemmtilegt verk og flott uppsetning. Sérlega skemmtilegir búningar líka. Allir að tryggja sér miða!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 23:39
Eins gott að einbeita sér vel
Nokkur vel valin komment frá síðustu kóræfingum:
"Allar stuttu nóturnar eiga að vera stuttar, nema þessar sem eiga að vera langar."
"Við spilum/syngjum þetta nákvæmlega eins og það stendur í nótunum en auðvitað með breytingum".
Það er eins gott að vera með athyglina í lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 14:26
Tónleikar, tónleikar
Miðar fást með afslætt hjá mér! Hvet ykkur öll til að koma á skemmtilega og öðruvísi tónleika.
Bloggar | Breytt 3.10.2007 kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 01:11
Með fullri virðingu - Finnst þetta furðulegt
http://johannbj.blog.is/blog/johannbj/entry/319117/
Með fullri virðingu fyrir þessum brúðhjónum þá verð ég að segja að ég skil með engu móti tilganginn að gifta sig í kirkju ef Siðmennt stendur fyrir hjónavígslunni og báðir hluthafandi eru trúlausir.
Af hverju völdu þau sér ekki fallegan sal, listasafn, fjall eða laut eða hvað sem er? Hvítur kjóll, slör, kirkja og altari. "Bara" Guði sleppt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.9.2007 | 17:16
Hvaða bók?
You're One Hundred Years of Solitude!
by Gabriel Garcia Marquez
Lonely and struggling, you've been around for a very long time. Conflict has filled most of your life and torn apart nearly everyone you know. Yet there is something majestic and even epic about your presence in the world. You love life all the more for having seen its decimation. After all, it takes a village.
Er nú ekki alveg sammála þessari lýsingu en bókin er eflaust góð!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 02:26
Hmmm
Klukkan er að ganga 3 og ég get ekki sofið. Skil ekki af hverju. Finnst reyndar rosalega notaleg ró í húsinu svona þegar allir eru sofandi og ég ein eitthvað að væflast á netinu.
Er að lesa bandaríska spjallvefi og reyna að átta mig á því af hverju Bandaríkjamenn þurfa að vera svona rosalega "ignorant" upp til hópa? Það er svo sem kannski ekki við öðru að búast með þennan forseta en þetta hefur því miður verið svona mun lengur en Bush hefur verið forseti. Þetta er eiginlega hálf "scary", sérstaklega í ljósi þess hvað USA eru mikið "super power".
Kannski maður ætti að fara að koma sér í háttinn þegar maður er hættur að geta skrifað almennilega íslensku? Hmmm...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 16:54
Ekki sannað!
Þeir hafa ekki sannað að við séum gáfaðri en apar, aðeins fundið vísbendingar um það.
Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)