Ég

Færsluflokkur: Bloggar

Nú kem ég af fjöllum

Ég vissi ekki einu sinni að þessir leikir væru "bannaðir". Hélt að þetta væri svona viðmiðun en það væri í raun undir foreldrum komið að vega og meta. Vissi því alls ekki að ekki mætta afgreiða yngri börn/unglinga með þessa leiki.

mbl.is Helmingur selur bannaða leiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonda veðrið

Ef frá eru taldar fljúgandi ruslatunnur, brotið loftnet á bílnum og laus spýta í skjólgirðingunni þá höfum við sloppið ágætlega frá vonda veðrinu.

Vorum meira að segja svo vondir foreldrar að senda börnin fótgangandi í skólann í morgun. Þau hringdu svo örstuttu seinna og báðu um að vera sótt. Sögðu skólahaldi aflýst og að ekki mætti senda þau heim án fylgdar forráðamanna! Úps!


Myndi borga með glöðu geði

Auðvitað finnst mér þetta hálf fyndin tillaga en það breytir því ekki að ég myndi borga með glöðu geði. Ja, ekki myndi ég alla veganna láta þetta stoppa mig í því að eignast mín börn.

mbl.is Aukabörnin kolefnisjöfnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega aðventu

1. í aðventu eyddum við fjölskyldann í góðra vina hópi á jólamarkaðnum í Tivoli í Kaupmannahöfn. Yndislegur dagur og ég  held að ég geti fullyrt að hvergi finni ég meiri jóla-rómantík en þar. Kannski við tökum Ninu og Anders (vini okkar í DK) kannski bara á orðinu og gerum þetta að árlegri ferð?

Nú sit ég og borða "heimagerðan" brjóstsykur sem ég keypti einmitt í Tivoli og ilmar svo vel að það er manni næstum því nóg að reka nefið ofan í pokann til þess að njóta hans.

Annars er heimilið smám saman að taka á sig jólamynd. Börnin búin að föndra aðventuskreytingar, eitthvað af ljósum komin upp, sem og jólaþorpið sem áður stóð heima hjá pabba og mömmu. Allt voða notalegt og ætlum við að reyna að njóta aðventunnar sem best, en ekki láta hana líða hjá í stressi til þess eins og "njóta" jólanna. Föndra og baka piparkökur og svoleiðis og fara ekki yfirum þó það sé ryk ofan á skápunum og bak við sófana ;o)

Vona að þið öll eigið yndislega aðventu og njótið hennar sem hluta jólanna. Í mín huga byrja jólin nefnilega 1. í aðventu en ekki kl. 6 þann 24.des.


Með skemmtilegra "spami" sem ég hef fengið ;o)

"Write to you the woman from Russia. My name is Olga. And I'm 26 years
 old!
I want to find the man for serious relation in your country.
I am ready for creation family and want it very much. I cannot find the
 man in Russia for myself because it very difficultly in Russia.
It is a lot of men in Russia who drink alcohol much and I'm not like
 it.
I want to create family and to live in your country because the
 government to care about people. I want to live and be sure in the future.
In Russia it is not possible to live easy. I want to tell about myself
 a little.
I live in city Yoshkar-Ola. It's 1000 km from capital of Russia Moscow.
My city small and very beautiful. I work as the seller in shop home
 appliances.
I'm cheerful woman who like to go for sports and do all what like are
 usual peoples.
My history: I'm with my girlfriend were going to go in your country as
 tourists for search of men for serious relations.
But my girlfriend could not go with me. She had problems with your
 family.
But very soon I will receive visa and I don't want to lose a chance to
arrive in your country. I will receive visa in 7 days for your country.
Now I'm in Moscow also and waiting for reception of my visa. It will
be great if you can meet me and we can to have relations with you. I'm
understand that it very strange, but probably it's desteny for you and
me. I understand that you will ask me "Where did you get my e-mail?"
I'm right??? ;) Ok, I got your e-mail through internet dating agency
in my city. I gave them my letter and they told me that they will send
my letter for 4-5 men. And I will be very happy if YOU will answer to
 me.
I will be very happy you will write me and we will have our meeting
very soon. And it is possible we a meeting in 7 days because I can
 arrive to you.
Please tell to me about yourself a little!
What is your full name?
Your age?
City?
I send to you my photo with hope that you will like it and answer to me
 back...
I will wait your answer so much...
Write to me on e-mail : olga_81_olga@bk.ru
Yours new friend Olga"

Þar skall hurð nærri hælum.

Úff. Við keyptum báða ameríksu bílana okkar af þessum umrædda manni en vorum svo "heppin" að fá þá báða í hendurnar vandræðalaust.

Finn til með þeim sem hafa þurft að standa í þessu leiðindamáli.


mbl.is Bandarískur bílasali sveik fé af Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táningur

Í dag, 16. nóvember, á einkasonurinn 13 ára afmæli. Ég sem einu sinni var táningsmamma (átti barn sem táningur) er nú aftur orðin táningsmamma. Samt er ég bara tuttuguogeitthvað. Vá, hvað tíminn flýgur.

Til hamingju með daginn sonur sæll. Þú ert flottastur og bestur og við erum endalaust stolt af þér. :o)


Frábærust, flottust, flinkust og fallegust

Nei, lýsingarorðin í fyrirsögninni eru ekki um mig! ;)

En þegar maður á svona frábær, flott, flink og falleg börn...

Okt-nov 07 068

Okt-nov 07 057

Okt-nov 07 054

Okt-nov 07 078...þá sér maður enga ástæðu til að láta þar við sitja....

Okt-nov 07 129

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur 15.maí!!! HeartSmileHeart


Gerist ekki oft

Hélt aldrei að ég myndi banna drengnum að fara á fótboltaæfingu en í dag gerði ég undantekningu. Mér finnst óforsvaranlegt að láta þá spila úti í 1 1/2 klukkutíma í þessu veðri.

Drengurinn var sem betur fer sáttur við ákvörðun móðurinnar.


New York, New York

Start spreading the news
I'm leaving today
I want to be a part of it, New York, New York...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband