Ég

Færsluflokkur: Bloggar

Get þá með stolti ekið um á mínum bensínhák

http://www.visir.is/article/20070907/FRETTIR05/70907009

Stóru bensínjepparnir umhverfisvænni en Toyota Prius?!? Ég hef alltaf keyrt um á mínum jeppa með góðri samvisku, enda búin að kolefnisjafna hann. :-)


Jesús Kristur

Ég er orðin svo illilega þreytt á þessum umræðum um laun bankastjóranna. Mér gæti hreinlega ekki verið meira sama um hvort Hreiðar Már er með hærri laun en forstjóri Nokia. Hvað kemur Nokia málinu við? Og hvað koma launin hans okkur við?
mbl.is Stjórnendur Kaupþings tekjuhærri en forstjóri Nokia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar styrkja þarf milljarðamæringa

Steve Fosset milljarðamæringur er týndur! Það er sorglegt og allt það og vonandi finnst hann heill á höldnu. Finnst samt svoldið fyndið að heyra og sjá viðtöl við Richard Branson af þessu tilefni og sjá hann titlaðan sem einn aðal styrktaraðila Steve Fosset.


Fúll á móti

Af hverju þarf alltaf að vera ein manneskja í hverjum hóp sem ákveður að vera á móti fjöldanum, svona eiginlega bara til þess eins að vera á móti?

Ertu fordómafull/ur?

Fréttablaðið spyr á Vísi í dag: "Hefur þú fordóma gagnvart útlendingum?"

Í fyrstu hugsaði ég með mér að þetta væri nú aldeilis fáránlega uppsett spurning þar sem engin myndi játa fordóma sína en sá svo að 46,6% svöruðu játandi.

Nú hvet ég þá sem svöruðu játandi, og vita þar með að þeir eru fordómafullir, að endurskoða afstöðu sína. Fordómar eru eitt og skoðun er annað og það er um að gera að losna við þessa leiðinda fordóma sem gerum engum gott. Hvorki þeim sem eru haldnir þeim né þeim sem verða fyrir þeim.


Af hverju er það svona ómögulegt?

Tekið af www.visir.is

"Meirihluta almennings finnst laun bankastjóranna alltof há, samkvæmt óvísindalegri könnun sem fréttastofan gerði í dag.

Við greindum frá mánaðarlaunum íslensku bankastjóranna í fréttum okkar í gær. Þá kom fram að það tekur verkamann um hálfa öld að vinna sér inn mánaðarlaun forstjóra Kaupþings sem er efstur á lista bankastjóranna með tæpar 65 milljónir króna í laun á mánuði.

Flestir viðmælendur fréttastofu voru sammála um að bankarnir ættu frekar að lækka vexti og gjöld . Og mörgum var ómögulegt að ímynda sér hvernig þeir myndu verja fjármagninu, ef þetta væru þeirra eigin mánaðarlaun."

Skil ekki hvað er svona ómögulegt við það. Ég get alla veganna vel ímyndað mér hvernig ég myndi verja slíkum fjármunum.

 


Kemur ekki til greina!

Í Mogganum í dag má finna auglýsingu frá Vínbúðinni þar sem þeir biðja viðskiptavini um að sýna skilríki að fyrra bragði þeir verslað er hjá þeim. Kemur ekki til greina! Ég er 29 ára gömul og finnst nógu út í hött að eiga möguleika á að vera beðin um að sýna skilríki og mun ekki taka í mál að sýna þau að fyrra bragði. Hananú!!!


Stóísk ró á þessum bæ

Hildur saumóvinkona hringdi í mig áðan. Spurði mig hvort ég væri með allt tilbúið fyrir saumó í kvöld?

Ég hló nú bara að henni. Hvernig dettur henni það í hug? Ég sem var bara rétt skriðin á fætur. Búin að koma Kötlu af stað á síðasta daginn á leikskólanum (hún fer á nýjan á mánudaginn), búin að setja Línu fléttur í Hrafnhildi Maríu, búin að senda nokkra tölvupósta og spjalla við hana Birnu mína í símann um rómantískar kærustuparaferðir til London, stöðuhækkanir og tónleikana með Chris Cornell.

Var ekki einu sinni farin að taka til, hvað þá baka!

Er reyndar ekki einu sinni búin að ákveða hvað ég bjóði upp á, svona ef út í það er farið. Stelpur mínar, einhverjar óskir?

Skelli annars örugglega bara í kjúllarétt og eitthvað gúmmelaði á eftir. Kemur í ljós, lemur í kjós eða whatever.

 


Á þessum bæ

Á þessum bæ hefur sko hekdur betur verið grillað í sumar. Hugsa að við höfum þó ekki slegið met, enda erfitt að toppa fyrsta sumarið okkar í Danmörku. Þá var grillað öll kvöld, enda engin húsgögn komin inn í hús, en þetta fína borð og stólar og grill úti í garði.

Höfum reyndar lítið grillað af kjúklingi og lambi. Höfum grillað þeim mun meiri fisk enda Fiskisaga með bestu bleikju í heimi í kókós og lime mareneringu. Mæli með henni!!!


mbl.is Segja nýliðinn júlí besta grillmánuð Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarnótt og Rolling Stones

Jæja, þá er menningarnóttin afstaðin. Skilst að hún hafio gengið bara prýðilega.

Kórinn söng í porti Söngskólans og tókst það bara ágætlega til. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt "cencept" hjá Söngskólanum að bjóða til svona söngveislu. Ekki hvað síst út af fjöldasönginum. Það eru svo margir sem hafa svo gaman af að syngja og við Íslendingar eigum svo mikið af góðu söngfólki að það er um að gera að stefna sem flestum af þeim saman á einn stað.

Að kórsöng loknum röltum við niður Laugaveg og upp Skólavörðustíg með krakkana. Gerðum nú lítið merkilegt en nutum góða veðursins og stemmningarinnar í bænum. Alltaf svo gaman þegar það er hátíð í Reykjavík! :o)

Um kvöldið kíktum við Hjörtur aðeins út þegar búið var að koma skvísunum niður. Nenntum ekki að hlusta á Megas á Klambratúni og röltum því örstutt í gegnum Kjarvalsstaði í staðinn. Þurftum reyndar að labba MJÖG hratt í gegn þar sem það var stöðugt verið að tönnlast á því að það væri búið að loka. Þar var sýning á alls konar mismunandi íslenskri hönnun og var mikið af fallegum munum til sýnis. Kíktum svo aðeins inn á vinnustofu Péturs Gauts en þar var live djass og gaman að skoða. Sá nú reyndar enga mynd sem mér fannst jafn flott og mín. ;o)

Röltum svo niður Laugaveginum með mannfjöldanum og niður á höfn til að horfa á flugeldasýninguna. Hún var flott að vanda en ef eitthvað var of mikið logn. Flugeldarnir hurfu bókstaflega inn í reykinn frá hvor öðrum.

 Annars ætlum við hjónakornin á tónleika á sunnudaginn sem verða örugglega skemmtilegir. Rolling Stones, í London. Ég á nefnilega bestu systur í heimi. Hún bauðst til þess að fyrra bragði að koma hingað í fríinu sínu og passa krakkana svo ég gæti boðið Hirti í leyniferð til útlanda!!! Ég ákvað því að slá til og keypti miða til London, hótel og miða á Rolling Stones án þess að Hjörtur vissi. Ætlaði nú fyrst að reyna að halda þessu sem leyndarmáli fram á síðustu stundu en gugnaði svo á því þegar ég heyrði að hann var farin að bóka fundi á þessum dögum. :o/

En við erum s.s á leiðinni í kærustuparaferð. Get ekki beðið :o)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband