Færsluflokkur: Bloggar
17.8.2007 | 10:38
Menningarnótt
Ætlar þú að fara á menningarnótt/dag? Hvað langar þig mest að sjá eða gera?
Ég ætla pottþétt að fara. Ætla að syngja með Fílharmoníunni fyrir utan Söngskólann, kannski kíkja á málverkasýningar og svo bara njóta stemmningarinnar í bænum.
Mér finnst hvíslleikurinn hljóma mjög skemmtilegur fyrir fjölskyldur. Endilega deilið með mér hvað ykkur finnst hljóma skemmtilegast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 20:00
Kaupa eða ekki?
Leyfa byggingu olíuhreinsistöðvar í Arnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 18:08
Hvað sem hugurinn girnist í Carrefour.
Tveggja ára gamalt barn fannst yfirgefið í stórmarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 18:07
Kemur þetta á óvart?
"Íhaldsleg viðhorf Texas-búa, sem eru mótmælendatrúar, og menningarleg blanda gamla suðursins og villta vestursins eru sögð skýra það hvers vegna svo margir fangar eru teknir að lífi í ríkinu. "
Þetta er eflaust mjög rétt og kemur mér ekkert á óvart. Svo finnst mér nú mun betra að taka þessa fanga af lífi sem dæmdir hafa verið til dauða en að láta þá húka endalaust á "deathrow". En hvort að dauðadómurinn eigi svo rétt á sér eða ekki er nú alveg efni í aðra umræðu.
Menning og trúarbrögð sögð skýra aftökugleði Texas-búa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2007 | 20:10
Ástralíuferð á 3 milljónir.
Hvað ætli það kosti að leiga einkaflugvél til Ástralíu?
Ég er ekkert endilega á leiðinni að gera slíkt þó mig langi óneitanlega mikið að koma þangað. Fór bara að velta þessu fyrir mér þegar ég sá nýjan vetrarbækling Úrvals Útsýnar. Þar auglýsa þeir nefnilega Ástralíuferðir á tæpa hálfa milljón fyrir manninn. Það þýðir að slík ferð myndi kosta mína 6 manna fjölskyldu tæpar 3 milljónir. Vissulega er þar meira innifalið en bara flugið en mér er nokk sama. Mér finnst óskiljanlegt að nokkur maður kaupi ferðir á þessu verði. Þeir eru þó greinilega all nokkrir sem gera það ef marka má þá staðreynd að uppselt er í flestar spennandi vetrarferðir.
Verðið er eitt en hvað maður fær svo fyrir peninginn er annað.
Í fyrra ákváðum við fjölskyldan að skella okkur til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Kaliforníu. Ég leitaði að "hagstæðum" fargjöldum á netinu og byrjaði á Icelandair. Mér þóttu verðin þar há, eins og svo oft áður. Ekki var um önnur flugfélög að ræða sem fljúga beint frá Íslandi til Bandaríkjanna og því hóf ég að leita að öðrum möguleikum. Vildi samt ekki fara miklar krókaleiðir þar sem flug til Los Angeles frá Íslandi er alveg nógu langt fyrir, og hvað þá þegar ferðast er með fjögur börn, 1-11 ára. Ódýrast var fyrir okkur að fljúga með Icelandair til London og með American Airlines þaðan til Los Angeles. Verðumunurinn á því ferðalagi og því sem Icelandair gat boðið okkur var litlar 180 þús. krónur!!! Reyndar þurftum við að leggja á okkur 10 tíma lengra ferðalag en ég tel tímakaupið á því ferðalagi hafa verið ansi gott.
Rúmum 2 klukkutímum eftir að vélin lagði af stað frá London hafði samferðarkona okkar orð á því að þetta væri nú ansi langt ferðalag fyrir sig þar sem að hún hefði fyrst flogið til London frá Tel Aviv og því væru 10 tíma síðan hún lagði af stað að heiman. Við sögðum henni að við værum einnig búin að vera 10 tíma á leiðinni og þið getið ímyndað ykkur undrun hennar þegar við sögðum henni að við hefðum samt bara farið frá Íslandi, sem í þeim töluðu orðum var beint undir okkur.
Svona er víst að búa á "eyðieyju" í norðri!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 17:35
Er þetta ekki bara eðlilegt?
Fjármagnstekjur skerða tekjutryggingu öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2007 | 13:40
Auðvitað eru laun fólks einkamál
Það hefur löngum þótt dónaskapur að spyrja fólk, og hvað þá ókunnuga, út í laun þeirra. Fæstir myndu láta sér detta til hugar að ganga upp að ókunnugri manneskju í Kringlunni og spyrja hana út í laun og aðrar tekjur. Hvað hún greiði mikið í tekjuskatt, fjármagnstekjuskatt o.s.f.v.?
Mér finnst þetta stórmerkilegt mál, að hægt sé að fletta upp greiddu útsvari allra vina, nágranna, fjölskyldumeðlima og ókunnugra. Ég vil ekki segja að hægt sé að fletta upp launum og tekjum viðkomandi því að það er nú oft flóknara en svo að hægt sé að reikna þau út nákvæmlega af útsvarinu einu saman.
mbl.is var með 7 fréttir í gangi á sama tíma á forsíðu sinni um skattagreiðslur þjóðþekktra einstaklinga. Af hverju? Hvaða máli skiptir það mig hvað Hannes Smárason greiðir í skatt á ári? Mér þótti kannski merkilegast að sjá að í 4. sæti yfir Reykjavíkurumdæmi er maður sem seldi fyrirtæki sem ég hef aldrei heyrt um áður. Fjármagnstekjurskatturinn af sölunni nemur rúmlega 100 milljónum. Það þýðir að þetta fyrirtæki sem ég hef aldrei heyrt um áður var selt á ca. milljarð til fyrirtækis sem ég hef heldur aldrei heyrt um áður. Örugglega til fullt af stórum fyrirtækjum sem maður hefur s.s aldrei heyrt um áður. Frábært!
Er álagning einkamál? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2007 | 12:31
Mikið er þetta yndislegt!
Mikið er nú veðrið yndislegt. Vissulega ekki jafn heitt og í Flórída, en bjart og fallegt engu að síður. Svo ilmar allt af nýslegnu grasi og það er besta lykt í heimi.
Erum alltaf að reyna að vinna í þessum blessaða garði. Það er sko ekkert grín fyrir fólk sem hefur aldrei verið með alvöru garð áður að eiga að hanna og búa til ca. 800 fm. lóð.
Í fyrrasumar tyrfðum við ca. 300 fm., plöntuðum ca. 300 runnum, 1 Birkitré, 1 Rós, 1 Geislasóp og nokkrum kvistum og mistlum. Auk þess smíðuðum við 70 fm. pall. Getum ekki annað en verið stolt af okkur byrjendunum því allar plönturnar lifa enn og pallurinn stendur!!!
Um haustið létum við svo helluleggja planið og gangstíginn.
Í ár erum við búin að planta einni Lyngrós, kantskera smá og ætlum helst að ná að planta 2 Birkitrjám og einu Reynitré í dag. Svo á eftir að sækja mold í beðin á bílastæðinu og velja plöntur í kerin.
Þetta er endalaust! En við erum samt bara búin að vinna í lóðinni fyrir framan hús. Eigum allt fyrir aftan hús og meðfram því vinstra megin eftir. Huggum okkur við það að það sé tiltölulega lítið svæði miðað við það sem búið er.
Þið vitið hvar þið finnið mig í sumar: Að moldvarpast!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2007 | 11:53
Er þetta gott eða slæmt?
Hvað segiði um þetta? Meðalaldur kvenna við fyrsta hjónaband tæp 32 ár og karla 34 ár! Skrýtin þróun. Fólk verður sífellt eldra og eldra þegar það giftir sig en samt fjölgar skilnuðum í sífellu.
Mér finnst þetta merkilegt í ljósi þess að margir hafa áhyggjur af unga fólkinu sem bindur sig snemma. Telja það ávísun á skilnað. Mér þætti gaman að sjá tölur um samhengi milli ungra/"gamalla" brúðhjóna og lengdar hjónabands.
Það vill þannig til að úr gamla 10.bekkjar árganginum mínum vorum við 3 sem eignuðumst börn 16 ára. Ég veit ekki betur en að við séum allar enn með okkar fyrstu barnsfeðrum 13-14 árum síðar.
En hver ætli ástæðan sé fyrir því að fólk giftir sig seint? Kynnist það seint? Finnst því óþarfi að gifta sig fyrr en kannski börnin eru komin? Er of "óhagstætt" að vera giftur á Íslandi?
Málið er nefnilega að þróunin í barneignum er alls ekki góð. Íslenskar konur eru farnar að eignast færri en 2 börn á mann! Hverju ætli það sæti? Er það vegna kostnaðarins við að eiga börn á Íslandi? Eða er það vegna þess að fólk skilur eftir 1-2 börn og nær því ekki að eignast mikið fleiri? Eða er metnaðurinn í starfi orðin svo mikill að konur vilja ekki lengur fara í barneignarfrí og vera kannski bundnar heima yfir börnum í 1-2 ár þar til viðunandi dagvistunarúrræði finnst? Kannski er líka "háum" aldri mæðra við fyrsta barn að kenna? Það segir sig sjálft að ef fólk byrjar ekki að eignast börn fyrr en á fertugsaldri þá er varla svigrúm í tíma fyrir mörg börn, nema ef um fjölbura eða algjöran tröppugang er að ræða.
Æ, mér finnst þetta hálf sorgleg þróun. Er reyndar heppin sjálf. Á mín yndislegur 4 börn og bý í götu þar sem eru 2-6 börn í öllum húsum. Dásamlegt! :o)
Meðal giftingaraldur kvenna tæp 32 ár og karla 34 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2007 | 11:08
Prófum aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)