Ég

Er þetta gott eða slæmt?

Hvað segiði um þetta? Meðalaldur kvenna við fyrsta hjónaband tæp 32 ár og karla 34 ár! Skrýtin þróun. Fólk verður sífellt eldra og eldra þegar það giftir sig en samt fjölgar skilnuðum í sífellu.

Mér finnst þetta merkilegt í ljósi þess að margir hafa áhyggjur af unga fólkinu sem bindur sig snemma. Telja það ávísun á skilnað. Mér þætti gaman að sjá tölur um samhengi milli ungra/"gamalla" brúðhjóna og lengdar hjónabands.

Það vill þannig til að úr gamla 10.bekkjar árganginum mínum vorum við 3 sem eignuðumst börn 16 ára. Ég veit ekki betur en að við séum allar enn með okkar fyrstu barnsfeðrum 13-14 árum síðar.

En hver ætli ástæðan sé fyrir því að fólk giftir sig seint? Kynnist það seint? Finnst því óþarfi að gifta sig fyrr en kannski börnin eru komin? Er of "óhagstætt" að vera giftur á Íslandi?

Málið er nefnilega að þróunin í barneignum er alls ekki góð. Íslenskar konur eru farnar að eignast færri en 2 börn á mann! Hverju ætli það sæti? Er það vegna kostnaðarins við að eiga börn á Íslandi? Eða er það vegna þess að fólk skilur eftir 1-2 börn og nær því ekki að eignast mikið fleiri? Eða er metnaðurinn í starfi orðin svo mikill að konur vilja ekki lengur fara í barneignarfrí og vera kannski bundnar heima yfir börnum í 1-2 ár þar til viðunandi dagvistunarúrræði finnst? Kannski er líka "háum" aldri mæðra við fyrsta barn að kenna? Það segir sig sjálft að ef fólk byrjar ekki að eignast börn fyrr en á fertugsaldri þá er varla svigrúm í tíma fyrir mörg börn, nema ef um fjölbura eða algjöran tröppugang er að ræða.

Æ, mér finnst þetta hálf sorgleg þróun. Er reyndar heppin sjálf. Á mín yndislegur 4 börn og bý í götu þar sem eru 2-6 börn í öllum húsum. Dásamlegt! :o)


mbl.is Meðal giftingaraldur kvenna tæp 32 ár og karla 34 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er fólk að reyna að redda einhverju með því að gifta sig seint.. fá einhverja upplyftingu í lífið þegar samböndin eru orðin leiðinleg..  ekkert sérlega gáfulegt :)

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:45

2 identicon

Ég held alveg örugglega að þú getur flett þessu upp á síðu Hagstofunnar. 

Annars áætla ég að ástæðurnar séu álíka margar og fólkið er. Sumir vilja alls ekki gifta sig, þeim finnst athöfnin óþörf og bara vilja hana ekki. Svo eru auðvitað til bjánar eins og ég og minn "kærasti", við gerum það bráðum. Einhverntíman. Í raun eingin sérstök ástæða afhverju við erum ekki búin að gifta okkur.

Hafdís (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:11

3 identicon

nákvæmlega hafdís......svipað og hjá okkur smára hihi erum alltaf á leiðinni að gifta okkur sko. það kemur að því fyrr eða síðar. reyndar hefur smári ekki mikla trú á hjonabandi...horfandi á fólkið í kringum okkur skilja hægri vinstri. hefur stundum sagt í gríni að hann vilji ekki taka sjensinn á að giftast mér.....því að allar tölur segja okkur að við skiljum hihihihi

Heiða skvísí (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband