Ég

Mikið er þetta yndislegt!

Mikið er nú veðrið yndislegt. Vissulega ekki jafn heitt og í Flórída, en bjart og fallegt engu að síður. Svo ilmar allt af nýslegnu grasi og það er besta lykt í heimi.

Erum alltaf að reyna að vinna í þessum blessaða garði. Það er sko ekkert grín fyrir fólk sem hefur aldrei verið með alvöru garð áður að eiga að hanna og búa til ca. 800 fm. lóð.

Í fyrrasumar tyrfðum við ca. 300 fm., plöntuðum ca. 300 runnum, 1 Birkitré, 1 Rós, 1 Geislasóp og nokkrum kvistum og mistlum. Auk þess smíðuðum við 70 fm. pall. Getum ekki annað en verið stolt af okkur byrjendunum því allar plönturnar lifa enn og pallurinn stendur!!!

 

Um haustið létum við svo helluleggja planið og gangstíginn.

Í ár erum við búin að planta einni Lyngrós, kantskera smá og ætlum helst að ná að planta 2 Birkitrjám og einu Reynitré í dag. Svo á eftir að sækja mold í beðin á bílastæðinu og velja plöntur í kerin.

Þetta er endalaust! En við erum samt bara búin að vinna í lóðinni fyrir framan hús. Eigum allt fyrir aftan hús og meðfram því vinstra megin eftir. Huggum okkur við það að það sé tiltölulega lítið svæði miðað við það sem búið er.

Þið vitið hvar þið finnið mig í sumar: Að moldvarpast!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar býrð þú eiginlega!?!?

magnus ragnarsson (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Inga Rós Antoníusdóttir

Bý á Völlunum. Í "skjóli" álversins, hehe ;o)

Inga Rós Antoníusdóttir, 20.6.2007 kl. 00:39

3 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Næs... þetta er enginn smá garður. Mæli með að þið gerið fótboltavöll

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 29.6.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband