9.8.2007 | 17:35
Er þetta ekki bara eðlilegt?
Er ekki bara mjög eðlilegt að bætur öryrkja skerðist ef tekjur þeirra aukast annars staðar frá og möguleikar þeirra á eigin framfærslu aukast?
Fjármagnstekjur skerða tekjutryggingu öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er kannski eðlilegt upp að einhverju marki, en þetta er langt yfir eðlilegum mörkum.
Ef við tökum dæmi um manneskju sem verður öryrki (slys/veikindi), viðkomandi býr í eigin húsnæði þegar áfallið dynur yfir. Það væri kannski freistandi fyrir viðkomandi að minnka við sig húsnæðið til að losa nokkrar milljónir sem í staðinn gætu gert lífið bærilegra því að bæturnar eru smánarlegar og öryrkjar þurfa margir að eyða miklu í lyf.
Tökum sem dæmi um 5 milljónir, þær gera manneskjuna ekki að neinum auðkýfing en með t.d. 15% ávöxtun þá væri viðkomandi að fá 750 þúsund í fjármagnstekjur á ári en missir á móti hátt í 450 þúsund í bætur. Er það sanngjarnt?
Ég er alveg sammála því að ef fólk er sannarlega moldríkt að þá sé eðlilegt að bætur til þeirra séu skertar eitthvað, en það verður að leyfa meðaljóninum í hóp öryrkjanna að bæta sinn hag aðeins og gera lífið ánægjulegra án þess að vera refsað svona.
Magnús (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 18:06
Magnús. Það er greinilegt að þú hefur ekki lesið fréttina til enda. Þar kemur fram að það er rangt, sem stendur í greinninni í Velvakanda að einnar milljónar króna fjármagnstekjur skerði bætur um 600 þúsund kr. heldur sé sú skerðing mest 273 þúsund kr. eða 173 þúsund kr. umfram það, sem aðrir verða fyrir en þeir þurfa að greiða 100 þúsund kr. í fjármagnstekjuskatt.
Af 750 þúsund kr. fjármagnstekjum yrði skerðingin því mest um 205 þúsund kr. ef um er að ræða öryrkja, sem býr einn. Búi hann ekki einn verður skerðingin minni en það og enn minni ef hann á maka, sem er ekki lífeyrisþegi.
Sigurður M Grétarsson, 9.8.2007 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.