1.9.2007 | 19:29
Af hverju er það svona ómögulegt?
Tekið af www.visir.is
"Meirihluta almennings finnst laun bankastjóranna alltof há, samkvæmt óvísindalegri könnun sem fréttastofan gerði í dag.
Við greindum frá mánaðarlaunum íslensku bankastjóranna í fréttum okkar í gær. Þá kom fram að það tekur verkamann um hálfa öld að vinna sér inn mánaðarlaun forstjóra Kaupþings sem er efstur á lista bankastjóranna með tæpar 65 milljónir króna í laun á mánuði.
Flestir viðmælendur fréttastofu voru sammála um að bankarnir ættu frekar að lækka vexti og gjöld . Og mörgum var ómögulegt að ímynda sér hvernig þeir myndu verja fjármagninu, ef þetta væru þeirra eigin mánaðarlaun."
Skil ekki hvað er svona ómögulegt við það. Ég get alla veganna vel ímyndað mér hvernig ég myndi verja slíkum fjármunum.
Athugasemdir
Er svona erfitt að samgleðjast öðrum? Er orðinn þreyttur á biturleikanum sem er fastur í mörgum Íslendingum. Það er mjög eðlilegt í öllum ríkum þjóðfélögum að fólk hafi frelsi til þess að afla sér eins miklar tekjur og hægt er. Ekki vill fólk fá hámarkslaun í landinu? Sósíalisminn sterkur hjá sumum. Nú er það líka þannig að meirihluti gróða bankanna kemur frá erlendum fjárfestingum... því hljóta þessar erlendu fjárfestingar einnig að vera að borga meirihluta launanna. Þessi þjóð ætti kannski að reyna að losna undan kreditkortafíkninni í stað þess að kenna öðrum um eigin fjárhagserfiðleika. Bankarnir eru að borga meira í skatt en kostar að reka allt menntakerfið okkar... höfum það í huga næst þegar við ætlum að væla yfir þessu liði.
Geiri (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 19:45
Er algjörlega sammála þér. Hjá Kaupþingi eru t.d ekki nema tæplega 3% hagnaðar sem kemur frá viðskiptum við einstaklinga og smáfyrirtæki. Svo er óþolandi hversu margir álíta það nauðsyn að vera með yfirdrætti og neyslulán. Á vissan hátt má segja að möguleikinn á húsnæðislánum sé nauðsynlegur, enda er hægt að sækja um þau hjá Íbúðalánasjóði (alla veganna enn).
Inga Rós Antoníusdóttir, 1.9.2007 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.